föstudagur, mars 13, 2009

Vorið að koma og grundir að gróa

Vorið er bara að koma, svei mér þá og páskarnir ekki einu sinni búnir. Við skelltum okkur í sund eftir vinnu/skóla í gær og nutum birtunnar alveg til að verða 7 í pottinum, heldur kalt en gæti alveg verið íslenskt vor. Maður er meira að segja farin að heyra einstaka fuglasöng ef maður hlustar mjöööög vel en líklegast var þetta barnið að æfa sig að flauta (þrotlausar æfingar).
Mér skilst að vorið sé hins vegar komið í Svíþjóð og í USA er pennsilvaniuskvísan okkar skokkandi um á stuttermabol. Þegar ég heyri svona vortíðindi frá útlöndum um miðjan mars þá væri ég alveg til í að Íslandið góða væri aðeins sunnar í Atlantshafinu. En það eru vænlegir tímar á næsta leyti, að minnsta kosti í náttúrunni og nú er bara að gleyma sorg og sút og njóta birtu og blóma.
Okkur langar voða mikið að fjárfesta í gömlum tjaldvagni eða einhverju sem gefur manni kost á að ferðast um landið og sofa út í náttúrunni á örlítið hlýlegri máta en í tjaldi. Mér skilst að það sé hins vegar setið um gamla tjaldvagna og það þurfi ekki nema eina auglýsingu í moggan til að koma þeim út.... svo það verður kannski fjárfesting seinni ára.

Engin ummæli: