þriðjudagur, mars 03, 2009

Siðfræðilegir fordómar

Þessa dagana sit ég kúrs sem heitir "siðfræði verkefnastjórnunar" og er því uppfull af Aristóteles og Sókratesi. Það er áhugavert að lesa um heimspeki og siðfræði á tímum sem þessum og velta hlutum fyrir sér í samhengi við atburði líðandi stundar. Eiginmaður kunningjakonu minnar er danskur og þrátt fyrir að foreldrar hans hvetji þau statt og stöðugt að flýja ástandið hér og koma í sveitasælunna á Jótlandi þá ætla þau að staldra við og leyfa tímunum að líða. Daninn segir nefnilega að Íslendingar séu "gullfiskar" og spáir því að ekki líði að löngu þar til fólk fari á flug að nýju. Ég veit ekki hvað skal segja um ummæli sem þessi. Vissulega hefur hann rétt fyrir sér að mörgu leyti. Hann segir að Danir séu allt öðruvísi. Ef ástand sem þetta væri í Danmörku þá tæki það Danina mörg ár ef ekki áratugi að komast yfir það. Þeir myndu minnast þess í hverri ræðu og sýna mikla varkárni í öllum viðskiptum svo hörmungarnir endurtækju sig ekki. Já ...... .
Vissulega er gott að hengja sig ekki á það sem er liðið en jafnframt mikilvægt að minnast þess í þeim tilgangi að læra....... Horfa fram á við en líta endrum og sinnum í baksýnisspegilinn.

Helgarmyndin um Enron hneykslið minnti óneitanlega mikið á "snillingana" okkar og þann sýndarveruleika sem þeir hafa alið af sér. Nokkrir yfirmenn Kaupþings hafa sagt af sér og fréttir herma að ómögulegt sé fyrir þá að vinna undir nýrri stjórn, greyin.... Æi fær enginn annar ónotatilfinningu. Þeir eru að fara að starta einhverju nýju. Er það ekki málið. Koma peningum í umferð alla veganna á hreyfingu... Ætli þeir séu að fylgja siðfræði nytjahyggjunnar að afurðin leiði af sér meiri hamingju en óhamingju með samfélagið í huga? Nú spyr ég bara eins og kennslubókin.

Held ekki. Þetta eru athafnamenn, peningamenn með skýr markmið.... Þeim þykja kjaftafög eins og siðfræði leiðinleg og eyða ekki tíma sínum í það sem skiptir ekki máli........ Þeir eru að vinna að mikilvægum málum...... Styðja við jafnréttisbaráttuna, taka fæðingarorlof en skipta ekki á bleyjum.... vinna 60 stunda vinnuviku því þess er krafist...........

Já fordómar geta farið með mann - eða hvað!

2 ummæli:

Burkni sagði...

Danski eiginmaðurinn hefur heilmikið til síns máls. Það hefur sína kosti og galla að vera gullfiskur -
meðal gallanna má telja það að kjósa yfir sig sömu flokkana áratugum saman og líta framhjá öllu bullinu sem frá þeim hefur komið.

Einn kosturinn er hins vegar sá að geta búið í gullfiskabúri og synt í hringi án þess að verða geðveikur.

Nafnlaus sagði...

Gaman að þú sért aftur komin á fullt í bloggið!

Linda Rós.