þriðjudagur, mars 03, 2009

Verkefni daganna

MC donalds var heimsóttur í gær mönnum til mikillar ánægju. Mamman var hins vegar ekkert of glöð og kann engan veginn að meta burgerana. Franskarnar þær einu sem standa fyrir sínu... jú og flurryinn. Anyways keppnin er búin og nú er hætta á að Einar Áskell mæti á svæðið á ný. Það var ákveðið að koma upp nýju systemi og svo er að sjá hvort nýjar svefnvenjur verði ekki orðnar hluti að eðlilegum takti, vonandi. Nú eru það 10 broskallar og þegar þeim er náð þá fær hann að velja sér mynd í bíó. Við erum hvort eð er búin að lofa bíóferð svo lengi að það er ágætt að nýta hana í þetta. Nú er að sjá hvort keppnin sé enn spennandi eða hvort foreldrarnir þurfi að fara að finna uppá nýstárlegri uppeldisaðferðum. Hættan er vissulega sú að þegar verðlaun eru notuð eins og núna að þá þurfi endalaust að vera að verðlauna fyrir eitthvað jafn sjálfsagt og að fara að sofa. Þetta er bara hið flóknasta mál þegar menn eru bara aldrei þreyttir. Þegar verðlaunakerfið er í gangi þá liggur hann og skoðar bækur, raular og hugsar en er ekki galandi á okkur á fimm mínútna fresti og komandi fram biðjandi um hitt og þetta. Hann liggur nú rólegur þangað til hann sofnar. Freistingin að halda þessu áfram er gríðarleg fyrir okkur því nú þurfum við ekki að pirrast og fáum kvöldið út af fyrir okkur sem er afar mikilvægt eftir langan dag. Hver er að verðlauna hvern - það er stóra spurningin.....

2 ummæli:

Guðrún Birna sagði...

Það er oft eitthvað verðlaunakerfi í gangi hjá okkur. Núna í samstarfi við skólann þar sem drengurinn er víst svoooooldið lengi að klæða sig í og úr, fara út og koma inn... En mér finnst þetta bara skemmtilegt og hvetjandi og vá er ekki bara í lagi að hafa svona markmið og gera svo eitthvað saman familían??? Held það nú. Allir græða segi ég!

Ásta Sóllilja (Sólin) sagði...

Sammála. Svona verðlaunakerfi hafa alltaf virkað mjög vel hjá okkur og leiða til bættrar hegðunar. Það hefur alls ekki verið þannig að alltaf þurfi að verðlauna eftir að leiknum líkur því oft átta þau sig bara sjálf á því að lífið gengur betur svona og "nýi"stíllinn verður bara ofaná.