laugardagur, febrúar 28, 2009

keyptum okkur góða viku.

Veit ekki hvað uppeldisfræðingar segja við þessu en við hjónin keyptum okkur góða viku á dögunum. Við vorum orðin ansi þreytt á þreytuleysi krónprinsins og endalausum Einars Áskels töktum langt fram eftir kvöldi. Drengurinn fer uppí rúm á milli átta og níu og er yfirleitt ekki dottinn í draumalandið fyrr en klukkan er langt gengin í tíu. Hann kann öll brögðin í bókinni, allt frá "ég þarf að pissa og drekka, tennurnar eru ekki nægilega vel burstaðar, mig langar í brúna bangsann sem ég finn ekki, má ég lesa eina bók í viðbót, má ég hlusta á eina sögu (í viðbót)"....... og alveg til "augun mín vilja ekki lokast". Það sem við hins vegar vitum eftir 4 og hálft ár er að hann er alveg brjálæðislega kappsamur og alltaf tilbúinn í hvaða keppni sem er. Því setti pabbinn upp plan fyrir vikuna og viti menn það er strax farið að svííínvirka. Eftir 7 broskarla þar sem hver og einn stendur fyrir gott kvöld hjá foreldrunum þá fær hann að fara á MC donalds sem er algjört treat fyrir 4 ára guttann. Nú eru liðnir 2 dagar síðan uppeldisaðferðin hófst og það er hreint lygilegt hvað Einar Áskell er orðinn sjálfsagaður.
Þetta er ekki flókið, smá verðlaun og málið er dautt.

Engin ummæli: