þriðjudagur, febrúar 17, 2009

Jahérna

Ég fer nokkrum sinnum í mánuði, stundum viku, allt eftir því hvernig liggur á og fæ mér kaffisopa eftir að hafa farið með karlpeninginn í vinnu og skóla. Ég á mér næstum orðið mitt sæti við grandann á litlu kaffihúsi, Te og kaffi í sama húsi og Saltfélagið. Þar get ég setið í ró og næði því þeir eru fáir sem byrja þar daginn. Það er notalegt að fletta í tímaritum með rjúkandi kaffi og stundum hef ég tekið kennslubækurnar með og breytt um lestrarumhverfi svona til að halda neistanum.
Ég var því fyrir vonbrigðum í morgun þegar ég kom hreinlega að tómum kofanum. Það er búið að loka Saltfélaginu og kaffihúsið var eins og eftir skilnað. Annar helmingurinn var farinn og eftir stóð hálf einmanaleg sál. Afgreiðsludaman var leið þegar hún sagði mér frá atvikum helgarinnar og vissi ekkert um framtíð kaffistaðarins né sína eigin. Hún sagði mér að verslunin hefði riðað til falls en sömu sögu væri að segja um Habitat. Jahérna...... ég fékk mér nú samt kaffi þó ekki nema bara fyrir hana.
Já þetta er víst tíðin á Íslandinu góða og áfram halda fyrirtækin að berjast um þær fáu verðlausu krónur sem eftir eru og eitt er víst að ekki eru þær nógu margar fyrir þau öll.

5 ummæli:

Guðrún Birna sagði...

Mér finnst sorglegt að heyra að þú getir kannski ekki notið þessara dýrmætu stunda lengur. Þú verður þá að leita lengra að kaffi.. bíddu er ekki Kaffivagninn þarna bara rétt við hliðina? Skipstjóra og sjóara staður við sjóinn. kannski enginn latte.. en örugglega hægt að fá mjólk old style.

Svo er það Háman... alltaf góð.

xoxo
GB

Nafnlaus sagði...

Já ég myndi pottþétt færa mig yfir á Kaffivagninn, svo rólegt og notalegt. Sennilega hægt að vera vitni af dásamlegum umræðum þar. Kannski ekkert Vogue eða BoBedre, kannski í mesta lagi gamall Samúel...


luv,
stella

BJÖRG sagði...

það er alveg óþolandi að horfa á öll þessi fyrirtæki fara á hausinn... ekki að það hafi verið nóg af þeim fyrir. Það er einmitt eitt af því sem ég elska við útlöndin eins og t.d. Köben. Það eru allar búðirnar og kaffihúsin, sem láta mann finnast eins og þau séu endalaust mörg. Þar getur maður rölt í hvaða átt sem er og fundið einhvern æðisslegan stað eða krúttlega búð. En hér er allt sem var að verða mjög kósý að hverfa... eins og laugarvegurinn. sniff sniff
sorglegt

Nafnlaus sagði...

þetta var einmitt eðal kaffihús. Við Friðrik áttum margar gæðastundir þarna saman eftir leikskóla, kakó og spjall klikkaði ekki. Sjáumst á Kaffivagninum!

Margrét Lára

Nafnlaus sagði...

Ég þakka Benjamin Lee fyrir alla hjálp hans við að tryggja lánið okkar fyrir nýja heimili okkar hér í Fruitland. Þú varst skipulagður og ítarlegur og faglegur, svo og góður sem gerði gæfumuninn í samskiptum okkar við þig. Við settum traust okkar á þig og þú komst örugglega í gegn fyrir okkur. Þakka þér fyrir þolinmæðina sem og að koma fram við okkur sem fólk frekar en bara viðskiptavini til íbúðalána. Þú stendur ofar restinni, ég vil mæla með þeim sem eru hér að leita að láni eða fjárfestum að hafa samband við Benjamin Benjamin og starfsfólk hans vegna þess að það er gott fólk með ljúft hjarta, Benjamin Benjamin Netfang: 247officedept@gmail.com



Kveðja,
John Burley! Húfurnar okkar ber þig !! “