miðvikudagur, febrúar 04, 2009

Breytingar.....

Já mér líst bara ágætlega á þessa nýju stjórn. Ótrúlegt en satt. Eiginmaðurinn sem hefur sagt að ég sé blárri en allt blátt getur bara étið þau orð ofan í sig. Enda hef ég lengi mótmælt því. Hef reynt að kjósa þann flokk sem hefur frambærilegt og trúverðugt fólk á sínum snærum. Fæ grænar bólur af liði eins og SK sem japlar taumlaust á því að leyfa sölu á áfengi í stórmörkuðum. KRÆST! Já það er einmitt mál málanna í dag.
Missti líka smá álit á einni týpu um daginn sem hefur mótmælt virkjunum hvað hæst enda mikið náttúrubarn. Hún er nefnilega með stuðlaberg í garðinum hjá sér. Var bara að spá hvort það væri þannig að þegar maður hefur sagt "verndum náttúruna" nógu oft að þá hafi maður rétt á að ná sér í nokkrar hjólbörur af friðuðu grjóti.

Nýtum þessa stöðu og aðskiljum framkvæmdar- og löggjafavaldið. Veljum ráðherra eftir færni þeirra á þeim sviðum sem ráðuneytin krefjast. Setjum lög varðandi hámarksþingsetu og ráðherrasetu (svo að fólk hætti að vera áskrifendur af jafn mikilvægum stöðum)...........................

Engin ummæli: