þriðjudagur, janúar 27, 2009

Síðustu og verstu

Það er fallegt vetrarveður, snjónum kyngir niður og á einu andartaki virðist allt svo friðsælt. Ég sit við eldhúsgluggann og velti því fyrir mér hvort konan ská á móti sé kannski búin að missa vinnuna. Hún fer greinilega með allan hópinn sinn út á morgnanna eins og ég og kemur svo aftur heim þegar hún hefur komið öllum, þremur börnum og manni, á sinn stað. Svo hugsa ég, æi hún virðist nú ekkert alltof glöð heldur og þá er málið dautt. Konan er greinilega enn eitt fórnarlamb hremminganna sem dundu yfir land og þjóð síðastliðinn október. Maður getur ekki verið annað en reiður. Á meðan allt virðist vera að fara til fjandans rífast ráðamenn um ráðuneytin. Hverju anskotans máli skiptir það hvaða ráðuneyti hver fær í heila 4 mánuði - einbeitið ykkur að vandanum.
Ég hlakka líka til að sjá hvernig VG munu bjarga okkur. Ég held ég geti leyft mér að segja að það gerist ekki með því að gróðursetja tré eða bjóða fólki greiðslur fyrir viðhald á eigin húsum eins og þeir nefndu í morgun. Kræst! Vandamálið er nefnilega aðeins stærra.
En ég er að reyna að temja mér jákvæðni á þessum síðustu og verstu og hef ákveðið að verða aldrei stjórnmála- eða lögreglukkona. Það kann enginn að meta alla þá miklu fórn sem þetta fólk færir fyrir störf sín.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Heyr heyr. Ég er svoooo sammála þér.
Gott að sjá þig blogga á ný ;-)
kv, Áslaug

Nafnlaus sagði...

VG geta kannski útvegað peningatré til að gróðursetja.

Kv. Arna

Nafnlaus sagði...

Ég er sammála með Vinstri græna, ég hef aldrei skilið þann flokk. Ég er frekar ósátt við að það sé að koma ný ríkisstjórn þar sem búið er að ákveða að kjósa eftir 3 mánuði, það tekur alltaf tíma fyrir fólk að koma sér í málefni sem eru í gangi og láta hlutina ganga upp. Eitt ótengt þessu ég sá strákana þína um daginn í bílskýlinu og var hugsað til þín. Hef verið að pæla í því eftir að við urðum nágrannar hvort að maður ætti ekki að bjóða þér í heimsókn það er ekki eins og það sé langt á milli okkar :-)
Kv. Þórhildur

Anna K i Koben sagði...

Heyrðu það væri gaman að hafa smá frænkuhitting, við erum nú orðnar ansi margar á svæðinu. Mér skilst að hún Katrín "litla kerling" ræði stundum um okkur enda er hún með allt á hreinu :)

kv.Anna

Guðrún Birna sagði...

úff já maður vill breytingar.. en það er ofboðslega erfitt að treysta VG eftir 17 ára sjálfstæðisuppeldi og upphrópanir um vinstri vont!!!

Peningatré eru augljóslega málið :-)

Tek undir með Áslaugu - æði að sjá líf í blogginu þínu.

xoxo
GB

Nafnlaus sagði...

Það væri mjög sniðugt að hafa frænkuhitting. Ég var búin að setja grúppu inn á Facebook. Sem ég kallaði Sólholl. Ég skal senda þér boð í grúppuna en allar frænkurnar eru í grúppunni og getum við skipulagt eitthvað. Er Björg ekki á Íslandi? Ef hún er á Facebook þá get ég sent henni boð líka?
Kv. Þórhildur

Anna K i Koben sagði...

Já alveg upplagt Þórhildur. Þá þarf ég kannski að fara að efla mig á fésbókinni. Er eitthvað svo óvirk og andlaus gagnvart henni. En já Björg er þar og er örugglega til í að hittast.
kv.Anna