þriðjudagur, janúar 06, 2009

Óþolandi námsmenn

Námsmenn gráta vegna erfiðra aðstæðna og Gunnar Birgisson muldrar.
Ég hringdi í LÍN í gær til að athuga hvort þeir væru farnir að afgreiða lánin fyrir síðustu önn. Daman sem svaraði símanum eftir langa bið hefur líklegast ekki fylgst með fréttum undanfarna daga. Þegar ég sagðist vilja vita hvort og hvenær þeir borguðu út lánin þá svaraði hún mér í hneykslunartóni. "Hvurslags eiginlega óþolinmæði er þetta... það er bara stanslaust verið að hringja og reka á eftir okkur, við erum að byrja á að reikna út lánin og nú þarf fólk bara að vera rólegt"
Jæja já þessi týpa hugsaði ég og svaraði svo frekar ósátt... Heyrðu vinan ég skal sko segja þér það að þetta hefur ekkert með óþolinmæði að gera (þó að Gunnar Birgisson vilji meina að svo sé).. hér langaði mig að halda áfram en fann að hún virtist átta sig á því að ástæðan fyrir stanslausum hringinginum námsmanna væri kannski frekar sú að nú er vísa fallið á gjalddaga, skuldir, yfirdrættir og jólin hreinlega að sliga fólk sem margt er með fjölskyldu, börn sem þarf að fæða og klæða.
Alveg hreint ótrúlegt að hafa ekki minnstan skilning fyrir ástandinu, vinnandi hjá LÍN.
KRÆST!

3 ummæli:

Ásta Sóllilja (Sólin) sagði...

Starfsmenn LÍN hafa aldrei haft á sér stimpil þjónustulundar. Minnir að SHÍ hafi einhvern tímann látið senda þá alla á þjónustunámskeið. Virkaði ekki.

Kræst segi ég með þér.

Ljónshjarta sagði...

Helvítis fokking fokk.

Nafnlaus sagði...

Alltaf gaman að LÍN!

Linda Rós.