mánudagur, mars 16, 2009

pottur og partí

Mín var heldur fljót á sér enda er nú bara mars..... Veturinn minnti hressilega á sig um helgina og við máttum þakka fyrir að komast yfir heiðina. Við tókum smá afslöppum í Selvíkinni og láum í bleyti og átum á okkur gat, eins og maður jú gerir í sumarbústað. Hvað er notalegra en að liggja í potti í snjókomu - jú kannski að liggja í potti í sólskini en við kvörtuðum ekki yfir hvítu hnoðrunum. Við keyrðum líka yfir á geysi þar sem Strokkur sló í gegn hjá bræðrunum.
Annars skilst mér að ég hafi misst af heljarinnar skemmtun á laugardagskvöldið. Það var nefnilega 10 árganga reunion í félagsheimili Seltjarnarness fyrir fólk fætt '70 - '80 og menn svona líka yfir sig ánægðir með helgina. Spjölluðu við gamla félaga, nágranna, þjálfara, kennara, kærasta/-ur og börnin sem þau pössuðu.... Já þetta hefur örugglega verið mikið stuð. Eiginmaðurinn ekki að skilja hvorki svekkelsið að hafa misst af þessu né skemmtunina við það að djamma með einhverjum sem var í 10.bekk þegar maður var í 7 ára bekk. Já þegar dæmið er sett þannig upp þá hljómar þetta nú ekkert sérstaklega vel en hann er náttúrulega úr stórborginni og skilur ekki smáborgarstemmninguna.
Gefum honum séns!

3 ummæli:

BJÖRG sagði...

Ég væri geggjað til í svona stórt reunion... hefði verið enn betra ef þú hefðir verið 80 módel :) þá hefðum við öll systkinin verið á sama ballinu ;)

Unknown sagði...

Sammála Styrmi....
hlakka svo mikið til að sjá ykkur... BRÁÐUM!!

Ásta Sóllilja (Sólin) sagði...

Heyrðu frú húsmóðir á þrítugsaldri. Mér telst til... að við séum á FERTUGSALDRI!!!