þriðjudagur, mars 24, 2009

góður endir á afar slökum degi

Okkur var boðið í voða skemmtilegt partý um helgina sem er mikil og góð tilbreyting frá hversdagslegu amstri. Við ákváðum að taka kvöldið með trompi og skemmta okkur þar til gleðinni lyki sem er nú orðið fátítt hér á bæ í seinni tíð. Gleðinni fylgdi ýmis misgáfuð uppátæki eins og að staupa tequila, ræða öll heimsins álitamál með skoðanir á því öllu, söngur með míkrafón í hönd og trúnó svo fátt eitt sé nefnt. Kvöldið var þó hið skemmtilegasta og leigubíllin heim úr Hafnafirðinum alveg þess virði. Það var hins vegar annað hljóðið í hjónunum morguninn eftir. Þynnkan var svo sem ekkert ógurleg því þroskinn hefur kennt manni að fara í vatnið á ákveðnum tímapunki heldur var það þessi þreyta sem hrjáir gamalt fólk þegar það fær ekki fullan svefn sem var að fara með okkur á sunnudeginum. Það var náttúrulega búið að lofa samningamanninum hinu og þessu sem þurfti að standa við eins og sunnudagaskóla kl.11 og svo húsdýragarðinum þar sem kindur voru rúnar kl 13. Já já allt mjög mikilvægir uppeldisliðir fyrir börnin en ekki eins mikilvægt fyrir foreldrana sem höfðu sofið tæpa 4 klukkustundir. En það var eins og svo oft áður við engan annan að sakast en okkur sjálf. Þreyta og pirringur er víst ekki lykillinn að góðu foreldri og í lok dags þegar pabbinn var lagstur upp í rúm með stóra stráknum sínum gat hann ekki annað en beðið hann afsökunar. Svarið var hins vegar það sem toppaði daginn því stráksi sagði "pabbi allt í góðu ég er bara búinn að steingleyma þessu"

1 ummæli:

Guðrún Birna sagði...

úfff vildi að ég gæti gleymt sumu. Hvað var málið með míkrafóninn?

Við áttum mjög svipaðan dag þar sem niðurstaðan var: Never again... og hræðilegir foreldrar og ok svo á góðum nótum.. foreldrar enn á besta aldri sem geta aldeilis skemmt sér þegar þeir geta og vilja.

En þeir geta ekki og vilja ekki - næstu vikur a.m.k.