þriðjudagur, desember 09, 2008

Strætó til Spánar

Við mæðginin ákváðum að taka strætó niður í bæ eftir leikskóla og kíkja á endurnar og jólaljósin áður en við færum í vinnuna til pabba (sem er mikið sport). Það var fallegt veður og þar sem við stóðum í strætóskýlinu og biðum eftir vagninum sá ég að hugur litla kallsins var alveg á fullu. Hann þagði þunnu hljóði og virti þetta allt saman fyrir sér. Þegar við svo stigum uppí strætisvagninn og settumst niður þá spurði hann mig hvort við værum að fara til Spánar. Ég sagði honum að við ætluðum niður í bæ að sækja pabba í vinnuna og þá fannst honum upplagt að við næðum bara í afa Gunna, ömmu Gretu, afa Óskar og bara allt gengið í leiðinni og færum svo öll saman til Spánar. Hann talaði mikið um flugvöllinn og flugvélina og sagði mér að Ingunn og mamma hennar væru líka í flugvélinni en Ingunn er besta vinkona hans úr leikskólanum.
Það er greinilegt að frostið og kuldinn kallar á sælar minningar og alveg víst að þeir bræður skemmtu sér sko vel á Spáni eins og við öll. Það væri svo sem ekkert amalegt ef að leið 13 gæti bara komið manni í sangríu á sólarströnd.....

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hehehehe snillingur :)

kv GuðrúnH

Rassabollur sagði...

Pant fá far með leið 13 þegar þetta verður að alvöru...

Ljónshjarta sagði...

Hahahaha....þetta kallar maður heilbrigðann þankagang hjá ungum manni. Auðvitað ættum við öll að skjótast í sólina meðan mesta myrkrið gengur yfir.

BJÖRG sagði...

oh hvað það hljómar vel!