Strákarnir hafa fengið litla pakka á hverjum degi síðan 1.desember. Húsfreyjan og danmerkurmærin dúllaði sér nefnilega við saumaskap fyrir síðustu jól og því fær afraksturinn að njóta sín og drengirnir græða. Þegar Birgir Steinn var spurður að þessu fyrirkomulagi og af hverju hann fengi pakka dagana áður en jólasveinarnir komu þá svaraði hann því að það væru sko vinir jólasveinsins sem kæmu með pakka þessa fyrstu daga í desember en svo tækju jólasveinarnir við þann 11.des. Hann hefur líka verið að velta mikið fyrir sér hvað má og hvað ekki og hvað jólasveinninn telji óþekkt og hvað ekki. Hann spyr okkur því gjarnan hvort að jólasveininum finnist það í lagi að lesa t.d eina bók til viðbótar uppi í rúmi.

Já þessir jólasveinar auðvelda manni uppeldið þessa dagana, alla veganna þegar um 4 ára börn er að ræða. Hvað varðar 2 ára drenginn þá hefur það eiginlega ekkert að segja. "Jólasveinninn, hann er ljótur og ég er hræddur við hann."
Engin ummæli:
Skrifa ummæli