þriðjudagur, nóvember 04, 2008

Ísland spilltast í heimi

Ætli við höfum ekki komið okkur í efsta sæti á lista yfir spilltustu þjóðir heims.
Ókei seðlabankastjórinn var áður forsætisráðherra í hvað 14 ár og þar á undan borgarstjóri í 12 ár og hefur nú völd á við einræðisherra en............
Það er með ólíkindum í fyrsta lagi að hægt sé að taka lánsveð í hlutabréfum og í öðru lagi að starfsmenn KB banka hafi með nokkrum tilfærslum komist undan persónulegri ábyrgð á skuldum vegna lána þeirra í skuldakreppu sem þeir að miklu leyti sköpuðu.
Manni blöskraði, fyrir nokkrum dögum, að heyra að einhverjir þyrftu að ráða til sín lífverði til þess að sofa rólegir á nóttinni. Fannst fólk alveg vera að tapa sér og nú væri kominn tími til að landinn tæki sig saman í andlitinu og hætti að kenna hinum og þessum um en........... Nú vorkennir maður þessum mönnum ekki mikið og skilur þá ágætlega sem gætu hugsað sér að kýla þá nokkra kalda.

Ég er bara algjörlega hætt að botna í nokkrum sköpuðum hlut. Finnst ég vera stödd einhvers staðar þar sem sjórinn er bleikur og skýin græn og enginn sjái neitt athugunarvert við það að blómin tali og húsin gangi.

4 ummæli:

Guðrún Birna sagði...

Shit hvað ég er sammála þér. Get bara ekki komið orðum að því hvað ég er hissa og reið og leið. Er eiginlega orðlaus!

GB

Hrefna sagði...

Hæ Anna...ógeðslega sammála þér. Hef verið að reyna að vera jákvæða týpan sem segir að það þýðir ekki að vera reiður...en núna er bara ekki annað hægt. Góð líking hjá þér á hinum súrrealíska heimi...

Nafnlaus sagði...

Ég er líka svo sammála. Núna getur maður ekki annað en verið reiður og fokvondur. Ég get ekki verið í pollýönnuleik meðan svona stendur á. Luv
Harpa

Ásta Sóllilja (Sólin) sagði...

Gargandi brjál!