mánudagur, nóvember 03, 2008

Andlega Anna

Kúrsinn sem ég er að byrja á heitir Leiðtoginn og sjálfið. Hlakka alveg rosalega til að mæta í tíma hjá Hauki Inga Jónassyni sem er í senn viðskiptalærður og sálgreinir. Það verða spennandi tímar og mér skilst á þeim sem hafa klárað kúrsinn að hann skilji alveg heilmikið eftir.

Á sama tíma og ég dunda mér við námsbókina Project leadership þá fletti ég í Munkinum sem seldi sprotbílinn sinn en hana á ég einnig að vera búin með fyrir fyrsta tímann á fimmtudaginn.

Er dáldið hrifinn af þessum andlegu fræðum og nikka ahha á annarri hverri síðu - Alveg hjartanlega sammála.

Þegar vesturlandabúinn segist aldrei hafa verið heppinn heldur komist leiða sinna af hreinni þrákelkni þá er svar munksins sem mér finnst dáldið gott:
"Heppni er ekkert annað en hjónaband undirbúnings og tækifæris"

2 ummæli:

Hrefna sagði...

Munkurinn er æði! hefur gert fullt gott fyrir migþ

Svala sagði...

var ekki að meika munkinn alveg...fannst hann ekki hafa lent í neinu sérstaklega hryllilegu....hefði passað betur einhvern veginn ef hann hefði misst barn eða náinn ættingja...veit ekki