miðvikudagur, október 29, 2008

Bara horfa - ekki kaupa!

Það hefur verið gott og gaman að komast aðeins í burtu úr mekka fjármálakreppunnar. Strikið iðar af pokahlöðnu fólki en nú talar engin íslensku. Íslendingar eru að fást við annað en að eyða peningum en svo er nú líklegt að þeir fáu sem kunnu að vera á strikinu séu nú ekkert að flagga okkar ilhýru tungu skulda. Jólin eru hins vegar komin til Köben og ég fékk leyfi til að fjárfesta í 24 dkr. djásni á jólatréð. Kallinn er bókstaflega með mig í snöru með afskaplega litlum slaka. God damn it hvað hann er stabíll. Búðirnar eru sneisafullar fyrir jólin en nú er maður að þjálfa sjálfsaga. Líður eins og ég sé í æfingarbúðum. Móð og másandi ...............
Annars leikur veðrið við okkur og góðir vinir dekra með veisluföngum og skemmtilegum samræðum. Framundan er svo sjálf mastersvörnin og svo er það bara kreppan á ný.
Áður ætlum við þó að eiga góðar stundir með vinum okkar á Jens Otto Krags gade í nostalgíu og gleði.

1 ummæli:

Guðrún Birna sagði...

Æðislegt að heyra... ekki að þú getur ekkert keypt.. en að þið hafið það gott. Baráttukveðjur til Sty!

xoxo
GB