mánudagur, október 27, 2008

Mastersvörn


Við Styrmir erum á leið til Danmerkur á morgun. Ekki alveg besta tímasetningin enda er ekki um neina verslunferð að ræða. Styrmir þarf að standa fyrir framan prófessora í DTU og verja mastersverkefni sitt og þá er bara að vona að þeir hafa ekki átt hluti í íslenskum fjárfestingafléttum. Sögusagnir af reiðum dönskum kaupsýslumönnum ganga um landið eins og önnur leiðindi. Tvær virðulegar íslenskar konur voru reknar á dyr í búð á Strikinu á dögunum fyrir það eitt að vera frá Íslandinu góða.
Manni sárnar bara að heyra svona. Við erum gott fólk og eigum þetta einfaldlega ekki skilið. Við dæmum ekki Þjóðverja af Hitler og Nasistum né Bandaríkjamenn af Bush og drápsherjum hans.
Við erum réttlát, heiðarleg, dugleg, vinnusöm, sanngjörn,......... friðarsinnuð þjóð - næstum öll sem eitt.
Við ætlum að heimsækja vini og gamla góða staði og látum reiða Dani ekkert aftra okkur í því. Okkur þykir bara svo vænt um Danmörku þó að sú væntumþykja sé ekki endurgoldin þessa stundina .....

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góða ferð og hafið það rosagott :) Kveðja af Vellinum.

Guðrún

Arna sagði...

Hlökkum til að sjá ykkur. Við höfum bara mætt hlýju og skilning frá þeim dönum sem við höfum rekist á.