fimmtudagur, nóvember 06, 2008

Fullkomleikinn

Ég á mér margar fyrirmyndir í lífinu. Flestar eru venjulegt fólk, vinir og ættingjar sem hafa á lífsgöngu sinni afrekað það að hafa einlægni og heiðarleika að leiðarljósi. Ég hrífst af fólki sem þorir. Ekki endilega af þeim sem þora að hoppa niður af klettum heldur frekar þeim sem þora að vera þeir sjálfir. Þora að gera mistök og þora að vera ófullkomnir. Þora að gefa af sér og koma fram eins og þeir eru klæddir hverju sinni. Að vera nokk sama þó að þeir fylli ekki endilega allar væntingar samferðamanna heldur geri eins vel og hægt er samkvæmt eigin sannfæringu.
Ég hlustaði nýlega á viðtal við Hemma Gunn. Fyrir mér hefur hann alltaf verið hlæjandi krúttkallinn sem sögurnar segi að hafi drukkið kannski aðeins of mikið. Það má vel vera en á þessari lífsleið hefur hann greinilega öðlast hugsunarhátt sem fleiri mættu temja sér. Þrátt fyrir krumpað útlit er hann með heilli innri mönnum og hann þorir. Ekkert ósvipaður kappi er Ólafur Stefáns handboltakappi. Horfði á hann í þættinum hennar Evu Maríu fyrir nokkrum sunnudagskvöldum. Ég verð bara að viðurkenna að ég skildi ekkert svakalega mikið af því sem hann var að segja - er greinilega ekki nógu greind eða vel lesin að átta mig á þessari "dýpt". En ég var þó sammála honum í einu og það var þegar hann talaði um að fólk, Íslendingar þyrftu að þora að afsaka sig. Þora að viðurkenna mistök.
Það er líka merkilegt að maður muni einungis eftir einum pólitískum aðila í okkar tíð sem hefur stigið niður af palli og beðiðst afsökunar. Man ekki einu sinni fyrir hvað hann hann lét af embætti borgarstjóra en ég man hvað mér fannst þessi Þórólfur Árnason mikill maður að þora að viðurkenna í þessu FULLKOMNA landi að vera ekki einn þeirra óaðfinnanlegu.

Eftirfarandi spakmæli eftir einhvern spekiinginn, man ekki hvern, mættu íslendingar almennt hugleiða stöku sinnum. Það kæmi okkur kannski áfram!

"Aim for success, not perfection. Never give up your right to be wrong, because then you will lose the ability to learn new things and move forward with your life."

6 ummæli:

Arna sagði...

Ég er alveg sammála þér og bíð eftir að einhver stjórnmálamaðurinn þori að vera fyrstur núna og viðurkenna að hann hafi gert mistök.

Ásta Sóllilja (Sólin) sagði...

Sénsinn bensinn. En mikið væri það óskandi.

Nafnlaus sagði...

Verst að Þórólfur var ekki pólitíkus, heldur var hann ráðinn borgarstjóri svo hann var bara embættismaður(reyndar pólitískt ráðinn) svo þar er eina dæmið farið. Só sorrí!!

Leyfi mér svo að mótmæla því að það sé greindarskortur sem geri það að verkum að maður skilji ekki "dýptina" óla, hann talar einfaldlega í rugli... maður þarf líka að geta komið hlutunum frá sér í því felst líka greind... veit ekki betur en flestir grísku heimspekingarnir séu nokkuð skiljanlegir og það er nú síst minni dýpt í þeim en handboltakappanum.

Kv.

Anna K i Koben sagði...

Hehehe já auðvitað. Þórólfur tilheyrði ekki stjórnmálaflokki þegar hann var ráðinn, það hlaut að vera.

Dýptin hans Óla er örugglega djúp - en vandamálið er einmitt kannski helst það að honum tekst ekki að koma henni skilmerkilega frá sér....

kv.anna

Nafnlaus sagði...

Snilldarfærsla, tek undir allt.

Bkv. Margrét Lára

Svala sagði...

sammála...og varðandi óla, þá þarf maður ekki að lesa þetta allt...mér fannst ég skilja flest, án þess að hafa lesið þessar bækur, kannski af því að ég hef heyrt eitthvað af þessu áður frá honum...líklega það, maður þarf að heyra þetta nokkrum sinnum til að ná þessu alveg")