mánudagur, nóvember 10, 2008

Veistu hvað ég ætla að verða þegar ég er orðinn stór?

Sonur minn komst í gamalt Matador spil um helgina og hefur nú gengið um íbúðina í nokkra daga með litla skjalatösku, fulla af peningum, undir hendinni. Í morgun þegar hann sat við cheerios skálina og taldi peningana spurði hann mig hvort ég vissi hvað hann ætlaði að verða þegar hann yrði stór.
Ég hugsaði í smá stund og þuldi svo upp störf sem myndu henta aldraðri móður að sonurinn fengist við.
Hummm Flugmaður (sé mig alveg fyrir mér í cockpitinum á leiðinni til Hawai.
Smiður (þyrfti alveg einn svoleiðis mér við hlið sem gæti gengið í hin og þessi verk þegar mér hentar).
Læknir (Alveg bráðnauðsynlegt þegar fram líða stundir).
Svörin voru nei við þessu öllu svo að ég stóð alveg á gati....
Það byrjar á ba ba.. sagði hann svo og ég hugasði um allt sem mögulega gæti byrjað á ba?
Ba......tmann (hummmm barnið er jú 4 ára) - Nei
Ba.....nani (hehe) - ohh nei mamma.
Ba..............nkamaðu. - Já mamma rétt! Hrópaði hann þá glaður. Móðirin var hins vegar ekki alveg eins glöð. Jú vissulega er pabbi bankamaður og hann er góður maður en þetta er ekki alveg starf starfanna þessa dagana (hugsaði ég).
Þá sagði hann. Ég ætla sko að eiga banka þar sem fólk getur komið og dregið sér peninga úr bunkum.
Ok drengurinn er 4 ára en þetta hljómar svo sem ekkert ólíkt því sem hefur verið í gangi hjá fullorðnu fólki á undanförnum missserum. Samt kannski meira svona að ákveðnir aðilar hafa verið að draga peninga úr bunkum annarra.
Svo sagðist hann reyndar líka stundum ætla að vinna í sjónvarpinu - svona með bankastarfinu. Nú sagði ég - hvað þá?
Ég ætla að spila fótbolta í sjónvarpinu.
Já af hverju ekki. Einhverjar húsmæður í Vesturbænum og ein í Köben hefðu nú alveg verið til í að sjá Bjögga Thor á stuttbuxum í sjónvarpinu svona við og við.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er bara sonna.......
Minn sonur ætlar að verða BRETZ (sem er dúkku gella...)
kveðja frá Shanghai
Erna og co

BJÖRG sagði...

hahahaha vá hvað þetta er fyndið... :D