þriðjudagur, júlí 01, 2008

Góðir punktar.

Sem áhugamanneskja um velferði mitt og minna og almannatryggingakerfi okkar landsmanna þá langar mig til að benda ykkur á þennan pistil eftir Pétur Blöndal.
Mörgum þykir hann kjánalegur. Finnst hann eiga erfitt með að koma hugmyndum sínum skilmerkilega frá sér og ég gæti trúað því að kollegar hans í Sjálfstæðisflokknum séu nú ekki alltaf hrifnir af málæði hans.
Mér finnst hann hins vegar eiga það til að koma með góða punkta eins og þennan. Þetta örorku kerfi okkar er meingallað og ég er algjörlega sammála honum að betra sé að meta getu en vangetu ........

3 ummæli:

Arna sagði...

Anna ég er viss um að þú myndir gera góða hluti í pólitík. Þú ert einhvern vegin þannig að þú myndir hrífa alla með þér og það í rétta átt. x-Anna á þing.

Anna K i Koben sagði...

Ég þakka traustið Arna mín. En ég er ekki viss um að bakið sé nægilega breitt fyrir öll höggföstu skotin......

Nafnlaus sagði...

Já þessum punktum er ég líka sammála. Beina augum að því sem fólk getur í stað þess sem það getur ekki. Vonandi ná þessar breytingar fram að ganga

kv.
Lilja