föstudagur, júlí 04, 2008

Leikskólakrútt

Þegar maður á börn á leikskóla þarf maður greinilega að passa hvað maður segir og gerir.
Leikskólakennararnir á deildinni hans Arnars Kára sem er nota bene 23 mánaða sögðu mér um daginn að þegar hann er spurður hvar mamma og pabbi séu þá svari hann. Pabbi er að vinna og mamma er heima að borða.
Ok barnið hefur greinilega tekið eftir því að mamman kann vel að meta góðan mat en að ég sé heima að borða allan daginn er nú algjör misskilningur, ohohohoh.......

9 ummæli:

Guðrún Birna sagði...

Bara sætastur!!!! Kemst ekkert framhjá þessum krílum... the truth hurts.. neiiiii. Er þetta ekki bara af því að þú ert svo súper dugleg húsmóðir - alltaf að elda og þannig? = borða!

Anna K i Koben sagði...

Jú jú segjum það...
Þeir geta þá þakkað mér að hafa erft þessa afbragðs bragðlauka sem gerir það að verkum að oftar en ekki heyrist. Ummmmmm......... nammmmm......... við matarborðið.
Hvað er skemmtilegra en að fæða svona fólk...

akg

Nafnlaus sagði...

Litla stýrið - meiri gormurinn.

Nafnlaus sagði...

börnin ljúga aldrei.....
kvedja frá sverige
Erna

Rassabollur sagði...

He he.
Arna Geirs fór einu sinni á julefrokost með pabba sínum í Dene. Eftir það sagði hún öllum að pabbi sinn ynni við að borða eplaskífur og drekka jólaöl....

Anna K i Koben sagði...

Hehehe já þau taka eftir ýmsu.
Maður þarf greinilega að fara að passa sig.
Það hlýtur að vera gaman að vera leikskólakennari.

kv.anna

Anna K i Koben sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Nafnlaus sagði...

Jæja það verður greinilega stuð hjá mér í vetur að heyra fréttir frá bræðrunum í leikskólanum ;) spennó....
En væri ekki sniðugt hjá þér að setja inn á síðuna einhverjar girnilegar uppskriftir svo maður fái góðar hugmyndir???? segi nú bara svona, maður er nefninlega oft svo hrikalega einhæfur í matargerðinni.
Sjáumst
MAJA

Nafnlaus sagði...

Æ rús. Soldið fyndið. Ég segi að þetta sé af því þú gerir að hans mati svo agalega fínan mat. Ef maður getur gert svona góðan mat er þá ekki bara nokkuð annað lógískt en að vera alltaf étandi?