þriðjudagur, júní 24, 2008

Þvílík endemis veðursæla

Jiii minn eini hvað það er yndislegt veður á þessu skeri, dag eftir dag.
17 gr. hér eru náttúrulega bara eins og 25 gr. annars staðar en það gerir víst rakinn, eða réttara sagt rakaleysið.
Nú er maður bara lukkulegur að hafa ekki fjárfest í einhverri svitaferð til Spáníu. Veðurfarið virðist nefnilega vera að þróast í þetta sem við höfum fengið að njóta síðustu 4-5 árin, 15-20 gr. og sól.
Hiti og léttfatnaður án þess að kosta svita og kóf.

Nú hættir maður að dreyma um sangriu og sólarstrendur og nýtur sumarsins á Íslandinu við fossa og læki.

Engin ummæli: