þriðjudagur, júlí 29, 2008

Fjárútlát og forgangsröðun

Greinar og pistlar um sparnað eru ekki óalgengir í dagblöðum og tímaritum þessa dagana. Kreppan er kannski bráðnauðsynleg eftir allt. Hægir á svokallaðri ofsaneyslu.
Eftir að hafa innbyrgt öll þessi misgóðu ráð frá hinum og þessum er kannski margt vitlausara en að fylgja góðum ráðum og fara markvisst að spara. Þá ekki bara hugsa um að spara og neita sér um eitthvað sem maður hvort eð er þarf ekki - heldur í alvörunni spara.
* Leggja 10% af tekjum eða einhverja fasta upphæð í öryggissjóð eru góð ráð. Með öryggissjóði er svo alltaf hægt að dekka óvæntar afborganir sem ávallt detta inn.
* Frysta og aftur frysta og þar af leiðandi henda engu. Matur geymist alveg endalaust lengi í frosti segja húsmæðurnar með reynsluna. Stýra hjá Hússtjórnarskólanum hvetur ungt fólk til að fjárfesta í frystikistu og segir það sparnað þrátt fyrir smá fjárútlát í byrjun.
* Nigella vinkona mín sker niður ávextina þegar þeir eru farnir að brúnkast og setur i poka og frystir fyrir mjólkurhristingana sína.
* Ég byrjaði á því að nýta mér bókhaldsaðstoð glitnis á einkabankanum. Þar gat ég sett vísreikninga okkar beggja saman í púllu og eftir að hafa flokkað allar niður eftir því sem við á: Matur, bíll, skemmtun, tómstundir, sími o.s.frv. þá kom upp þetta fína skífurit sem sýndi mér svart á hvítu hvernig eyðslu okkar hjóna er háttað.
* Þegar maður er svo búinn að átta sig á því út frá skífuritinu hvaða eyðslu er ekki hægt að komast algerlega hjá eins og mat og skemmtun þá er hægt að gera plan.
* þá mælti einhver góð kona hjá spar.is með þessum ráðum sem mig langar mikið til að prófa. Hún ákveður hversu mikilli upphæð hún ætlar að eyða í mánuðnum - skiptir henni svo í fernt og setur í 4 umslög. Umslögin dekka svo hvert sína vikuna. Hér þarf maður líka að vera mjög ákveðinn og taka ekki upp kortið þegar umslagið klárast á fimmtudegi en ekki sunnudegi - síðasta degi vikunnar.
* Óháður fjármálaráðgjafi hvetur fólk fyrst og fremst að leggja kortunum og skammta sér peninga eins og gamla fólkið gerir - það sé besti sparnaðurinn.

Já ráðin eru mörg og nú er bara spurning hvað skal gera.

Það sem ég held að sparnaðurinn ætti að ganga út á er í rauninni það að með smá meira aðhaldi í þessu daglega spreðeríi þá getur maður í lok mánaðarins eða ársins kannski eytt peningunum í það sem mann virkilega langar að eyða þeim í.

Forgangsröðun er enn og aftur lykillinn að farsælu lífi í fjármálaheiminum sem öðrum.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ÓMÆGOD hvað þú ert orðin djúp!! :O)
Knús, Helga

Nafnlaus sagði...

Líst vel á þetta með fjögur umslög í mánuði... Kannski maður prófi það.

Nafnlaus sagði...

Nú býr maður vel. Sjáum ekki eftir að hafa keypt útlitsgölluðu frystiskápana á "skidt og ingenting" í Dene í vetur...
Þá er bara að fara í sveitina í haust og ná í björg í bú ;)

kv a og p

Anna K i Koben sagði...

Já hehe fisk og rollur og kannski einn bola.
Ég ætla að fara að ráðum húrfreyjunnar sem allt veit og fá mér frystikistu.

kv.anna