
Við höfum Reykjavík og Nauthólsvík með 28°c og þá þarf nú ekki að leggja land eins og Portúgal undir fót. Við skelltum okkur sem sagt á ströndina í gær og ÓMYGOD hvað var mikið af fólki. Bara dáldið góð stemmning verður að segjast. Börnin að busla í ísköldu vatninu og keppirnir flatmaga á ströndinni.
Er nú farin að skilja velgengni Dísu og Bjössa í World class ansi vel eftir gærdaginn. Þau gera ekki annað en að stækka við stöðvarnar og fjölga þeim..... og ekki veitir af.
Kroppahjónin græða á tá og fingri en ekki léttist landinn.
Hvað er til bragðs?
3 ummæli:
Mér finnst einmitt svoldið hvetjandi að fara í sund annað slagið og á svona sólardögum... maður vill ekki verða svona feitur - eins og hinir - og auðvitað vill maður koma sér í MIKLU betra form úffffff.
Snilldin ein að fá svona yndislega daga.
Heyrumst skvís.
Hey, ertu hætt að blogga eða ertu enn í sólbaði á ströndinni???
kv, Áslaug
Er manni sem sagt alveg óhætt að skella sér á bikiníið heima á ströndinni?? Mér er nefnilega ekki óhætt hér í DK... flestar í fantaformi eftir hjólreiðar vetrarins.
KL
ps.bakkelsið í Wulff er alltaf jafn gott ;-)
Skrifa ummæli