mánudagur, júlí 21, 2008

Hraði hversdagsleikans

Það getur verið erfitt á tíðum að halda takti - hversdagstaktinum þegar það er hreinlega of mikið að gera.
Við erum svo sem ekki ein um það að hafa of mikið að gera því það er Íslendingum eðlislægt að taka að sér aðeins of mörg verkefni.
Þetta þekkja til að mynda prófessorarnir í DTU sem leiðbeina Íslendingum eins og Styrmi í mastersverkefnum sínum. Þeir segjast yfirleitt ekki hafa áhyggjur af Íslendingunum sem kveðja jafnan skólann án þess að hafa brautskráðst og halda heim á leið til framleiðislu peninga fyrir stórfjölskylduna um leið og þeir ætla að skrifa eitt stk. mastersritgerð. Þeir segja þá yfirleitt ná að skila sínu með allt hitt á herðunum.
Danir þeir gera þetta öðruvísi - örlítið skynsamlegra. Fyrir það fyrsta eignast þeir ekki fjölskyldu fyrr en yfirleitt eftir skólagöngu sína og jafnvel töluvert síðar. Þegar ég tala um fjölskyldu þá eiga þeir alls engin börn en heldur ekki eiginkonu eða mann. Þeir áttu ekki til orð, bekkjafélagarnir þegar þeir áttuðu sig á því að þessi fjölskylda sem Styrmir minntist stundum á voru ekki systkini hans og foreldrar heldur eiginkona og 2gríslingar.

Á þessum vikum sem standa nú yfir upplifum við hjónin smá dilemma ef svo má segja. Styrmir er að venjast nýju starfi með breyttum áherslum og ábyrgð, strákarnir eru að aðlagast nýjum skóla og í 3 vikna sumarfríi þess stundina og ég að reyna að öðlast nýja reynslu á nýjum vinnustað með ekkert lof um sumarfrí. Á sama tíma og nýtt tekur við hefur ekki verið lokið við það gamla - mastersskil eru 1.sept og aukastundir fyrir þá vinnu eru heldur fáar.

Þegar svona stendur á eru taugarnar þandar, þráðurinn styttri en vanalega og þrekið minna. Maður á sín moment eins og maður segir. Pirrast yfir ryki eða verkaskiptum heimilsins - hlutum sem skipta ekki öllu máli á þessari stundu. Fer að ræða mál sem auka á álagið - og rifrildi verða til uppúr engu.
Hver kannast ekki við svona....
En þegar allt kemur til alls þá valdi maður þetta - kannski ekki meðvitað en þetta var valið. Því er ekkert í stöðunni en að hrista af sér sjálfsvorkunina - líta í spegil og segja 10 sinnum "you can do it" eða eitthvað annað hvetjandi.
Maður verður bara að vera meðvitaður á svona stundum að láta ekki púkann í hausnum sigra (þennan sem vill bara búa til vesen) - því hans brauð er manns eigins dauði.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Úff hvað ég skil þig Anna mín. Ekki hika að láta vita ef það er e-ð sem ég get gert til að létta undir meðan þetta gengur yfir.
Kveðja Þóra.

Anna K i Koben sagði...

ÆI krúttið ertu Þóra. Þú af öllum -alltaf boðin og búin. Ég held ég hugsi nú bara til þín þegar ég horfi í spegilinn og þá hefurðu hjálpað mér alveg fullt :)

kv.anna