Kem varla upp orði - veit bara ekkert hvað ég á að segja en langar að segja svo margt. Okkur finnst lífið vægast sagt ósanngjarnt þessa stundina og eigum erfitt með að sætta okkur við raunveruleikann. Við erum þó langt í frá að gefa upp von og trúum á endalausan styrk þeirrar sem við elskum svo mikið.
Það var erfitt að kveðja Ísland eftir stutta páskaheimsókn. Mest af öllu langar okkur að vera komin í hreiðrið okkar á Seilugrandanum með ömmur og afa við hendina. Við erum búin að bóka flug og skip heim 3.maí og því hefur Styrmir rúman mánuð til að klára eitt stykki mastersritgerð á meðan ég dúlla mér í pökkun.
Páskarnir voru annars notarlegir í faðmi okkar uppáhalds og ég ætla bara að láta nokkrar myndir af góðri dvöl tala fyrir mig að þessu sinni.

Bræðurnir með Dimmunni sinni

Sætu frændsystkinin hjá sæta kallinum mínum
Frændsystkinin hjá ömmu Dísu
Í sumarbústað í Selvíkinni
Birgir Steinn byggði þetta líka fína snjóhús með góðri hjálp nærstaddra.
7 ummæli:
Gott að fá smá línu frá þér Anna mín. Er mikið búin að hugsa til ykkar.
Gangi ykkur vel á síðasta sprettinum í Köben. Bestu kveðjur til ykkar allra
Hrefna
Gangi ykkur vel í endasprettinum með ritgerðarskrif og pökkun. Það verður gott að fá ykkur aftur til Íslands.
Lífið getur verið ósanngjarnt það er nú alveg öruggt...
Sendi hlýja strauma til Köben
Matta
Ykkur á án efa eftir að líða vel hér á Grandanum. Í dag var alveg sérstaklega gott veður og ég sat með börnin úti á túni og við fengum okkur súkkulaðirúsinur á milli þess sem var rólað:) Það verður gaman að fá tvo gaura í næstu blokk til þess að sprella með ;) Reynið að njóta síðustu daganna í úlöndunum, við hlökkum til að fá ykkur heim.
Kær kveðja
MAJA
Æ, ég sendi ykkur öllum mína bestu strauma og man eftir ykkur í bænum mínum.
Það verður gott að fá ykkur heim og hitta ykkur á rölti í bænum.
Hafið það sem allra best þennan síðasta mánuð og ég bið kærlega að heilsa á Sjafnó.
Stórt knús,
Anna Jóh.
Góðir og hlýir straumar frá okkur yfir hafið til ykkar. Þetta líf þarf alltaf testa mann á ótrúlegustu vegu, en það vonandi er bara til að styrkja mann.
þúsund kossar og knús. hlakka til að fá ykkur heim.
kv Guðrún
Langaði bara að segja hæ og láta ykkur, kæra fjölskylda, vita að hugur minn er hjá ykkur.
Mbk. Villa
Hæ hæ og gaman að heyra frá þér. Við hlökkum auðvitað lika til að fá ykkur heim og geta kíkt í kaffi og út á róló með ykkur :) En gangi ykkur bara vel að ganga frá og við sendum Styrmi orkukveðjur til að klára ritgerðina
Hugsum til ykkar
kveðja
Lilja og co
Skrifa ummæli