Við hjónin áttum miða á Smashing pumpkins í gærkveldi. Arna vinkona okkar og nágranni var svo sæt að koma okkur út úr húsi og áttum við gott nostalgíu-kvöld saman. Smashing pumpkins er svona okkar band frá þeim tímum þegar við vorum ung og ástfangin :)
Þeir voru yfirleitt alltaf á fóninum á Sjafnargötunni, alla veganna í einu herberginu. Það var því dálítið gaman að sitja þarna á pöllunum í Valby hallen rúmum 10 árum síðar og raula með eins og við værum orðin 19 aftur. Við urðum reyndar fyrir smá vonbrigðum því þeir voru heldur þyngri en við höfðum vonað og gleymdu alveg fullt af slögurum en áttu að sjálfsögðu þrusu sprett og þar komum við sterk inn.
Læt fylgja með smá svona fyrir svefninn - Landslide er alltaf í uppáhaldi þá sérstaklega í þeirra flutningi.
Góða nótt
fimmtudagur, febrúar 28, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Hæ hæ.
Frábær saga af Birgi Steini, vildi að stóri bróðirinn á þessu heimili tæki Birgi sér til fyrirmyndar í þessum efnum.
Kveðja,
Linda.
Hvað segir kjellan um að skella inn eins og einu bloggi á næstunni? Það er alltaf svo gaman að lesa hjá þér ;)
Kveðja
MAJA
Hæ Anna,
mig dreymdi í nótt að ég hafi hitt mömmu þín og dóru með Birgi og ARnar í húsdýragarðinum, þær voru alveg að fíla sig sko með kerrurnar. eins og tvær unglingsstelpur í vist :)
kv Guðrún
"haaallóóó" - eruði ennþá á Smashing eða *heh*?
já það mætti halda það...
:)
kv,
anna jóh.
hahahaha!!! Guðrún ætli þú hafir ekki bara hitt þær... þær eru alveg að fíla ömmuhlutverkið ;)
Koma svo, með nýja færslu :D
kv. Björg
Tak undir með hinum... Blogg blogg bloggedí blogg.
Knús til Köben,
GB
Skrifa ummæli