Blessaður - alveg crazy. Ekki séns að ég taki þátt í svoleiðis rugli!
Það er hins vegar eitt sem ég væri alveg til að borga stærri gám fyrir - ef ég bara gæti flutt það yfir hafið. VEÐRIÐ..... Ég á eftir að sakna þess að geta lagt vetrarfötunum í mars/apríl og þurfa ekki að taka þau aftur upp fyrr en í okt. Vorið - sumrið - haustið eru yndislegt hér í Kaupmannahöfn. Í léttfatnaði eru allir léttir í lund. Danirnir vita líka að veturinn kemur með kulda og snjó og fá því heldur ekki leið á hita og sól - sem er víst hægt líka. Þetta land er bara snilldarlega staðsett í Atlantshafinu - það verður ekki tekið af þeim Dönunum - þeir völdu sér góðan skika......
Við Styrmir áttuðum okkur á því á dögunum að það var einmitt sumarið 1998 sem við ákváðum að breyta til og fluttum til Kaupmannahafnar og bjuggum hér í eftirminnilega 3 mán. Núna 2008 höfum við búið hér í um 20 mán og því held ég að það sé alveg við hæfi að halda þessu góða mynstri gangandi. Ætli það verði Kaupmannahöfn 2018 - hver veit. Það hljómar alla veganna ekkert svo illa...........
4 ummæli:
Góð hugmynd Anna!
Ég hefði ekkert á móti því að fara að flytja mig um set, sérstaklega þessa dagana þegar maður heyrir um vorkomuna á meginlandinu!
En ofsalega verður gott að fá ykkur heim:)
Ég er alveg sammála ykkur með veðrið í Köben... það er það sem vantar alveg hér á Íslandi, enda fer maður nánast aldrei út á veturnar.
Ég skal hjálpa þér að taka upp úr kössunum 40... það er alltaf gaman að komast að einhverju sem þú vissir kannski ekki af að það væri þarna... einhverjir gullmolar ;) Þetta verður eins og 40 jólapakkar, hahaha.
Hlakka til að koma í heimsókn í næstu viku og fá eitt stykki kaffi latte að hætti Önnu :*
ohhh hlakka rosa til að fá þig Björg mín. Það verður gaman.
kv.anna
Sumarið góða '98 í Köben var náttúrulega bara snilld og Köben er bara æði, kalt mat. Gangi ykkur vel að flytja heim!
Bestu kveðjur
Margrét Lára
Skrifa ummæli