fimmtudagur, febrúar 28, 2008
Ungur temur, gamall nemur
Foreldrarnir voruð orðnir nokkuð þreyttir á smá óþekkt í litla karlinum einn daginn. Þegar pabbinn hækkar róminn, með áherslu á það sem drengurinn virtist ekki skilja, þá kemur stóri bróðirinn fram og segir: "Pabbi það er betra að tala rólega við Arnar Kára" og segir svo blíðri röddu "Arnar minn komdu bara inn í herbergi að leika!" Já þannig er það og sá stutti hlíðir á nóinu og fylgir þeim stærri inn í herbergi. Foreldrarnir stóðu eftir og horfðu á hvort annað og spurðu sig hver þessara þriggja (þessi tveir fullorðnu eða 3 ára barnið) hefði nú rétt fyrir sér. Birgir Steinn kann vissulega að fanga augnablikin og virðist alveg kunna bestu leiðina líka þó að hún sé nú ekki alltaf notuð. En það er líka algjört aukaatriði.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Æ hvað þetta var sæt saga. Sé þá alveg fyrir mér þessa yndislegu pjakka sem þið eigið.
hahahahahaha!!!! krúttin... vá sé þá alveg fyrir mér. Þeir verða góðir saman, áður en þið vitið af þá verður Birgir Steinn farinn að senda Arnar Kára til ykkar til að suða um e-d... ég notaði það trix, sendi Berglindi til möm og pap til að byðja um e-d sem mig langaði í... hahaha
æ dúlla.
knús,
anna jóh.
Skrifa ummæli