sunnudagur, febrúar 24, 2008
nammi namm
Svenni kom þvílíkt hlaðinn íslensku sælgæti þegar hann heimsótti okkur um helgina. Húsmóðirin sem ætlaði bara rétt að bragða á einni djúpu er bókstaflega búin að liggja í því og skildi svo ekkert í þessum þorsta í gærkveldi. Ok þetta er ekki alveg það hollasta en ég er viss um að sælan sem skapast við að gæða á góðmetinu hafi ekki minni áhrif og bara yfirgnæfi óhollustuna. Þannig að á endanum er þetta bara hollt og alveg bráðnauðsynlegur ósiður.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Skrítið, ég lenti alveg í þessu sama í gær með lakkrískonfektið sem Addi keypti!! Þetta hlýtur að liggja í genunum! :)
Kv.Helga
Já það er hreint alveg lífsnauðsynlegt að fá svona sendingar af og til þegar maður er svona "langt" frá sælgætislandinu góða... og mér finnst sko bara allt í lagi að njóta þess í botn - ánægð með þig :o)
Kv. Inga Steinunn
bráðnauðsynlegur!!!
Skrifa ummæli