Rúm standa auð um leið og einstaklingar bíða í löngum röðum eftir hjúkrunarplássum. Bæjarfélög eru farin að veita ríkinu styrki til að koma fólkinu sínu að og í mogganum í morgun er sagt frá því að Kópavogsbær hafi styrkt Sunnuhlíð um 2.4 mill. Þessi upphæð dugar til að koma 8 einstaklingum að og dekkar aðkeypta hjúkrunarþjónustu í 6 mán.
Upphæðin er ekki há. 400 þús á mán og ég veit ekki hvort hún deilist á nokkra starfsmenn en það er ekki ólíklegt. Ekki há laun það fyrir sólarhringshjúkrun.
Persónulega finnst mér að þessi rekstraliður ætti alfarið að vera í höndum sveitarfélaganna. Mörg sveitarfélög eru að skila miklum hagnaði og státa sig af því - til hvers. Auðvitað er mikilvægt að farið sé vel með skattpeningana en væri ekki réttara að koma þeim í aukna og betri þjónustu heldur en að flagga einhverjum afgangs milljónum sem enda svo í vitleysu. Er ekki hjúkrun, menntun og heilbrigði t.d mikilvægara en sólarhrings heimilisgæsla gegn innbrotum. Er ekki eðlilegra eyða öllum þessum peningum í fólkið sjálft.
Ég veit að þegar ég verð gömul að þá vil ég vera í öruggu umhverfi og fá alla þá hjálp sem ég get mögulega þegið. Ef þetta eru mín skilyrði þá geri ég einnig ráð fyrir að þau séu líka annarra.
laugardagur, febrúar 23, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli