miðvikudagur, febrúar 20, 2008

Hetjur

Enn og aftur erum við minnt á það sem skiptir máli í lífunu. Eftir að hafa horft á Kastljós kvöldsins mun ég aldrei nokkurn tíman kvarta yfir bólu eða auka kílóum (ekki það að ég kvarti oft yfir svoleiðis löguðu) eða bara nokkru öðru jafn ómerkilegu. Erla Sylvía er gömul skólasystir okkar úr MR en auk þess kynntist ég þessari ótrúlega skynsömu og yfirveguðu stelpu í mömmu/krílahóp sumarið 2004. Hún greindist fyrst Íslendinga með afar sjaldgæft krabbamein og eins og hún segir svo ótrúlega yfirveguð frá eru líkurnar á að greinast með það minni en að hljóta lottóvinning. Hversu hrikalega kaldhæðið og andstyggilegt getur lífið verið. Hún er þó langt í frá að gefast upp - og þar þekki ég hetjulega baráttumanneskju svo vel. Tengdamamma mín þrammar með ótrúlegri reisn, fremst í flokki þessara yfirmáta sterku einstaklinga. Það er eitt að heygja baráttu við eitthvað sem svo erfitt er að sigra en þessi styrkur að gefast ekki upp er dýrmæt kennslustund fyrir alla þá sem standa nærri. Þetta er ósanngjörn leið til að kenna manni á lífið og enn ósanngjarnara þegar góðar og yndislegar manneskjur sem skipta manni svo miklu þurfi að ganga í gegnum þetta ferli.

Ég held að þessar tíðu áminningar um skuggahliðar lífsins verði einhvern veginn að kenna manni að njóta góðra stunda og ef það er ekki nóg af þeim þá verður maður að reyna að búa þær til....................... meira get ég ekki sagt.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, alveg satt hjá þér Anna mín.
Maður þarf alltaf að vera að kvarta yfir minstu smáatriðum.
...
Bið að heilsa tengdamömmu þinni alveg kærlega.
Ég lá með henni á spító þarna um árið...
Knús,
Anna Jóh.

Guðrún Birna sagði...

Sammála þér Anna mín. Bara að sjá svona viðtal getur haft gríðarleg áhrif á mann. Njótum dagsins alla daga.

Knús kæra vinkona,
GB