mánudagur, febrúar 18, 2008

maður biður varla um meira

Var að fá fréttir af nýjasta meðlimi Heklahúss gengisins og varð þá hugsað til fyrstu daganna eftir að strákarnir mínir fæddust. Allar konur sem hafa upplifað þessa "fyrstu daga" hafa líklegast hver sína söguna. Grátur, hlátur, svekkelsi eða ofsahrifning.... hvaða tilfinning sem er þykir næstum eðlileg því þegar jafn mikill kokteill af hormónum koma saman er engin ein útkoma þekkt. Eftir að síðasti dagur meðgöngu nr.2 var yfirstaðinn man ég ljóslifandi eftir tilfinningunni sem varð til úr mínum kokteil því jafn mikla ofurgleði hef ég aldrei fundið.
Á þessum stundum (sem öðrum) þakkaði ég fyrir það að vera kona og að fá að upplifa þessi undur og stórmerki.
Maður biður varla um meira........
















4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

O,hvað þeir eru sætir,og líkir sjálfum sér.Maður verður bara óður að sjá þá og langar í ömmubarn í viðbót. ma

BJÖRG sagði...

hlakka svo til að koma og knúsa ykkur!!! hafið það gott! :*

Nafnlaus sagði...

Ji þeir eru yndislegir!

Nafnlaus sagði...

Í gær voru getnaðarvanir lofsungnar, en e-ð finnst mér komið annað hljóð í strokkinn núna!!
Kv.Helga afasystir :)