fimmtudagur, október 04, 2007

New York here I come, again!

Eftir nákvæmlega viku verð ég í flugvél á leiðinni til New York. Yndislegur eiginmaður minn sá til þess að þessi ferð mín yrði að veruleika með endalausri ósérhlífni og manngæsku. Þrátt fyrir skólasókn og vinnu sá hann engan vanda við það að sjá um 2 börn og heimili einn síns liðs í tæpa viku. Hætti hreinlega ekki að hvetja mig til þess að kaupa miðann fyrr en hann var keyptur. Mamma og systur mínar tvær ákváðu nefnilega fyrir löngu að skella sér saman í smá haustferð. Það hefur verið draumur systra minna að koma til stórborgarinnar svo að það verður gaman að upplifa hana með þeim í fyrsta sinn.
Ég hlakka að sjálfsögðu þvílíkt til en neita því ekki að finna fyrir smá hnúti í maga fyrir hönd betri helmingarins.
Drengirnir eiga eftir að plumma sig vel saman það er víst en ég veit líka að pabbinn á eftir að sofna í sófanum fyrir skaup eins og maður segir. Því aldrei vantar stuðið á bænum.

Já það er sko gott að vera vel giftur það er víst.

8 ummæli:

Guðrún Birna sagði...

Þetta er bara SNILLD - æðislegt fyrir ykkur skvísurnar að fara saman til NY :-) Sammála þér með eiginmanninn - hann fær þokkalega plús í Atlaskladdann. Nú ætti hann að skrifa hinum bréf og segja frá því hvað hann er góður eiginmaður og hvetja hina til að gera eitthvað svipað - helst fyrir ferðina sko hehe.

Knús,
GB

BJÖRG sagði...

Ég vona að þú sért ekki að fara eftir viku því þá ert þú að fara viku á undan okkur... :(
En já það eru nkl 2 vikur í ferðina okkar!!! gleði gleði gleði! ;)

og já Styrmir fær stórt knús frá okkur því án þín væri ferðin ekki eins skemmtileg!
Plús það að það er ekki slæmt að hafa sinn eiginn guide í New York... ;)

Nafnlaus sagði...

Vá frábært! Æði að þú komist í ferðina :) Styrmir og strákarnir eiga eftir að plumma sig vel á meðan

kv
Lilja

Nafnlaus sagði...

Ég vona að þú sért að rugla, því förum eftir 2 vikur. Þú verður kannski með Dóru og Dodda hjá Eddu??? kv ma.

Nafnlaus sagði...

Hahahahaha!!

Þetta verðu æðisleg ferð hjá ykkur! Fer með í huganum í einni ferðatöskunni;)

Anna K i Koben sagði...

Heheheh já mér fannst pínu stutt í þetta. Þetta hljómar allt saman miklu betur. ;)
anna

Rassabollur sagði...

Oh hvað ég væri til í smá skrepp til NY. Gott hjá þér að drífa þig bara.
Kv. "Að ofan"

Nafnlaus sagði...

æði.
hafðu það rosa gott í húsmæðraorlofinu.
sendi mínar bestu kveðjur til s á meðan.
hann reddar þessu.
knús,
anna.