miðvikudagur, október 03, 2007

Fjölgun í Atlas

Þóra og Tjörvi vinir okkar voru að eignast litla stúlku rétt í þessu. Þau eru nú orðnir ríkustu vinir okkar með 4 börn í það heila. Litla daman er þriðja skvísan þeirra á bara 5 árum, nokkuð gott það.
Þóra er mikil fyrirmyndarmóðir og dugnaðarforkur, kvartar aldrei og er alltaf svo jákvæð og glöð. Alveg nauðsynlegt að eiga svoleiðis vinkonu.
Auk þess er hún líka afskaplega flink við að koma börnum sínum í heiminn og í þetta sinn þá var hún komin með krílið í hendurnar rétt um klukkustund eftir fyrsta sting. Þetta er þvílíkur hraði að Tjörvi ætti að vera búinn að kynna sér fæðingalækningar til þess að geta tekið á móti næsta heima í stofu. Ég veit líka fyrir víst að það er dálítið sem hún myndi alveg vilja - enda skil ég hana núna því það tekur því varla fyrir hana að vera að vesenast þetta uppá fæðingardeild.

Nú bíð ég bara eftir tölum og kannski nafni, hver veit.


(Auður, Arnar, Urður, Kristrún, Bjarki)
Þessi mynd af afrekum Atlasmanna er bara brotabrot því á myndina vantar heil 10 stk.

Innilega til hamingju elsku Þóra og Tjörvi xxx

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já innilega til hamingju þ og t.
hlakka til að sjá skvísuna.
vildi bara taka undir þessi fallegu orð þín um hana þóru.
hún er algjör gullmoli.
kv,
a.