
Væri ekki rómantískt að geta látið draga sig um stræti Reykjavíkur á miðaldar hestakerru eins og boðið er uppá í helstu stórborgum heimsins. Sjálf hef ég farið slíka ferð um Central Park og svo auðvitað um Kaupmannahöfn með fjölskyldunni þar sem þetta var einn æðsti draumur krónprinsins á heimilinu.
Það er alveg ljóst að það rennur blátt blóð í æðum sona minna. Maður ætti kannski að fara að klippa út myndir af litlu prinsessunni Isabellu Henriettu Ingrid Margrethe og líma um alla veggi. Kannski maður geti með því móti komið dömunni í undirmeðvitundina hjá alla veganna öðrum þeirra og þannig haft áhrif á makaval í framtíðinni. Væri ekki elegant fyrir Íslendinga að eiga meðlim í dönsku konungsfjölskyldunni.
Það yrði smjattað á elliheimilunum það er víst. Held að smokedrollan hún Margrethe sé ennþá aðal umræðuefnið á slíkum stöðum.
1 ummæli:
...þetta er agalegt - ég festist á þessari uppboðssíðu í laaaangan tíma í gærkveldi - kenni þér alfarið um það... :)
Skrifa ummæli