Ég fór og hitti konu í morgun, Mette að nafni, sem að kennir ungabörnum leikfimi sem hún kallar Tumlastik. Þessa þjálfunaraðferð hefur Mette þróað sjálf uppúr fræðum sínum sem iðjuþjálfari í gegnum tíðina héðan og þaðan. Þau ganga út á að örva skynfæri barnsins í meginefnum og þannig þroskann. Tilgangurinn með þjálfuninni er þó ekki að reyna flýta fyrir þroska barna á neinn hátt heldur bara að gefa þeim góða og skemmtilega örvun. Ég fór sem sagt og spjallaði smá við hana áður en ég fylgdist með henni stýra þremur hópum í röð. Fyrsti hópurinn voru 3-5 mán gömul börn, næsti 5-9 mán og sá síðasti um 1 árs börn. Foreldrar eru með í tímum og þannig verður þetta líka notarleg stund barns og foreldris. Þjáfun fyrir þennan aldurshóp hefur orðið sívinsælli undanfarin ár og veit ég að uppí Hreyfilandi er hægt að komast í skemmtilega tíma fyrir þennan aldurshóp. Tumlastik er að sumu leyti svipuð og sú sem er þar en að öðru leyti mjög frábrugðin. Mette reynir að fá foreldra til að ganga ögn lengra en þeir myndu venjulega gera. Börnin eru sem dæmi dregin um á hjólabrettum, látin rúlla eftir stórum boltun, sveiflað í neti og rólum og látinn liggja í teppi sem er svo sveiflað til og frá af tveimur fullorðnum.
Mette vill meina að fólk hér í Danmörku sé að eignast börn mun seinna nú en áður. Þessi endalausa frestun á barneignum hafi það í för með sér að loksins þegar fólk ákveði að eignast barn að þá eigi allt að vera fullkomið, að foreldrar hafi frekari tilhneigingu til þess að ofvernda barnið. Það fái ekki að prófa eins mikið eins og það ætti og því sé þroskanum á nokkurn hátt haldið í skefjum. Hvort þessi fullyrðing hennar sé vísindaleg eða bara tilfinning þá hefur hún alla veganna margra ára reynslu af þjálfun ungabarna hér í Danmörku. Auk þess að halda námskeið eins og ég lýsti hefur hún gefið út bók um þetta efni og fer í leikskóla og tekur börn þar í leikfimistíma. Hún bauð mér að hitta sig aftur þar sem ég fengi frekari útlistun á æfingunum og aðferðum hennar gegn greiðslu þó svo að nú er bara að vega og meta hvort að Tumlastik sé eitthvað sem íslensk ungabörn og foreldrar þeirra hefðu áhuga á.
mánudagur, október 01, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Finnst þetta mjög sniðugt fyrirbæri, ég er til dæmis alveg ofverndunartýpan þannig að ég hafði gott af svona með mín börn.
Kveðja frá Jylland
ásdís
Skrifa ummæli