Við gerðum okkar stærstu fjárfestingu til þessa á dögunum þegar við létum verða af því að setja peninga okkar og bankans í eitt stykki íbúð. Við skoðuðum nokkrar en þegar við komum inní þessa þá vorum við ekki lengi að ákveða okkur. Það vildi hins vegar svo skemmtilega til fyrir okkur að seljendur áttu bókaðan gám og flug eftir nokkra daga þar sem þeir voru á leiðinni til Danmerkur í nám (klassíst). Við gerðum okkur því grein fyrir, þar sem við höfum staðið í því stússi, að með öllum líkindum þyrftu þau peninga í bráð. Eftir tilboð og gagntilboð og smá samningaviðræður urðu allir sáttir og þá ekki síst við sem "græddum" heilan helling við þessi viðskipti. Eða þannig...... náðum verðinu alla veganna niður um 2 millur eða kúlur eins og sumir (peningafirtir) vilja kalla þúsund þúsund Kalla.
Já maður er ekki lengi að sýna fram á gróða þegar maður þarf að selja hugmynd eins og "ný eldhúsinnrétting, borðstofuborð og og og...... " Nei nei þetta verður allt gert eftir kúnstarinnar reglum, íbúðin er í góðu standi svo að það verður flutt inn eftir smá lagfæringar næsta sumar. Íbúðin er alveg svaka vel staðsett að okkar mati. 10 skref á leikskóla og í skóla, 50 skref í matvöruverslun og þrekhús, aðeins fleiri skref til mömmu, tengdó og í vinnu fyrir Sty. Svo er náttúrulega bara nokkur skref í háskólann og þar sem ég er verkefnalaus þá er kannski bara upplagt að skella sér á skólabekk og þá geta allir farið gangandi í sitt á morgnanna. Held að gráhærða liðið okkar sé líka nokkuð sátt við þessi kaup. Mamma benti einmitt á þá að nú væri sko ekkert mál fyrir þau að kippa stubbunum upp í leiðinni heim úr vinnu t.d. Hmmmmm!
Nú þurfum við hins vegar leigjendur og því væri agalega gott ef einhver ykkar þekkir einhvern sem þekkir jafnvel einhvern sem vantar leiguhúsnæði að bjalla í mig. Íbúðin sjálf er 100 fm. 3 góð svefnherbergi og því hentar hún vel 3 námsmönnum sem ekki eiga bíl. Hún leigist á 150 þús á mánuði og henni fylgja líka þvottavél og þurrkari inní íbúðinni, ísskápur og uppþvottavél - hún verður máluð og allar gardínur fá að hanga. Þannig að það eina sem fólk þarf er bara sitt dót, enginn auka kostnaður. Svo ætlum við að sjá um hússjóðinn svo að þetta er allt mjög sanngjarnt.
Allir að hafa augu og eyru opin - takk takk
miðvikudagur, ágúst 15, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Já þetta er sko besta hverfið í bænum ;) Er einmitt að fara út að rölta með systkinin í tvíburakerru. Ætla út á Þjóðminjasafn, á kaffihúsið þar og jafnvel svo í bæinn. Gerist ekki mikið betra ;)
Kær kveðja
Maja
Til hamingju með íbúðakaupin. Já mjög góður staður eins og maja segir og ekki verra hvað það er frábært starfsfólkið á leiskólanum fyrir utan. hehe
kvaðja Ingibjörg
Hæ Anna mín, það eru margir sem fylgjast með ykkur híhí:) og þegar maður er í fæðingarorlofi þá sest maður stundum við tölvuna til að sjá hvað aðrir eru að bralla. Ef ykkur vantar enn að koma íbúðinni í leigu getur þú sent á mig info á siggianna@hotmail.com - láttu mig bara vita ég gæti kannski tékkað betur á því í vinnunni hjá mér.
Bestu kveðjur áfram í útlandinu. Anna (Jónsdóttir) frænka
Gaman að heyra frá þér Anna mín. Í fæðingarorlofi - til lukku. Nú máttu endilega senda mér link á barnalandssíðuna ykkar ef þú ert með slíka. Hvað fékkstu svo??
Takk fyrir að hugsa til okkar.
Íbúðin er að leigjast út í þessum töluðu orðum
kv.anna
Skrifa ummæli