föstudagur, ágúst 17, 2007

Hlaupið til góðs

Þar finnst mér fyrirtækið Glitnir hafa skarað framúr. Ekki bara fengu þeir flotta auglýsingu, heldur styrktu mörg mikilvæg málefni og náðu sófadýrum landsins sem og heilsufríkum til að koma saman og hrista rassa.
Allir græddu. Fitufrumur rýrnuðu og stuðningssambönd efndust.

Verð með að ári og hleyp þá alla veganna 10 km. Lofa því.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já flott hjá Glitni, húrra fyrir þeim. Við pabbi þinn fórum niður á Norðurströnd, veðrið var dásamlegt og önnur eins stemming hef ég ekki upplifað á þessum degi fyrr.Fólk var búið að koma sér fyrir með stóla og borð út við gangstétt og hvatnigarópin glumdu milli þess sem þau fengu sér kaffi og brauð.Bestla og Bjössi sögðu að við hefðum 365 daga til að æfa okkur fyrir næsta ár.Hver veit nema við verðum með að ári.

Nafnlaus sagði...

Sammála þér- hleyp með þér 10 km á næsta ári!!
Kveðja Þóra.

Guðrún Birna sagði...

Jiminn stelpur! Þvílíkur metnaður... ég skal hvetja ykkur áfram á hliðarlínunni :-)