Jæja þá erum við komin heim aftur eftir gott frí á Íslandi. Tengdó voru svo góð að taka við okkur og hýsa með öllu tilheyrandi í heilan mánuð. Nú liggja þau greyin örugglega alveg búin á því, annað þeirra í baðkarinu og hitt í rúminu með tærnar upp í loft og njóta suðsins í ljósaperunum. Þau hafa nú ekki heyrt þau hljóð í alveg heilan mánuð. Gaurarnir (og kannski foreldrarnir) sáu líka til þess að gráu hárunum á kollum þeirra hjóna kæmust í tveggja, ef ekki þriggja stafa tölu. Já þannig fór fyrir annars góðum gestgjöfum.
En fríið okkar var notarlegt í alla staði.
Birgir Steinn fékk að vera með ömmum sínum og öfum eins og honum finnst skemmtilegast. Fór á sorpu, sló gras, smíðaði kofa, leikfangabíl og sandkassa, verslaði í matinn og eldaði matinn, veiddi fisk ( eða reyndi - bæði í drullusvaðinu í höfninni og í laxveiðiá fyrir norðan), fór í sveitina og í sumarbústað og bara naut þess í botn að vera 3 ára gutti.
Arnar Kári lærði að ganga og er nú farinn að reyna við spretthlaup. Er svoooooo glaður að geta elt bróður sinn svona uppréttur. Hélt uppá sinn fyrsta afmælisdag eða réttara sagt sína fyrstu (og síðustu) afmælishelgi því það var stanslaust afmælispartí alla verslunarmannahelgina til heiðurs litla manninum. Ég segi síðustu afmælishelgi því ég ætla sko ekki að gera það að hefð að fagna afmæli fjölskyldumeðlima 3 daga í röð. Eitt gott afmælispartí verður að duga.
Við hjónim áttum líka góðar stundir saman og í sundur. Fórum í frábært brúðkaup, fullt af skemmtilegum matarboðum og áttum fyrst og fremst góða tíma með góðum vinum og fjölskyldu sem við höfum hitt allt of lítið undanfarið ár, eins og gefur að skilja.
En nú tekur hversdagsleikinn við sem er líka voða ágætt.
laugardagur, ágúst 11, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Engin grá hár!!!. Heldur stanslaus gleði og mikið er það rétt suðið í ljósaperunum er svo þreytandi Við söknum ykkar mikið Það var frábært að hafa ykkur og nú er svoooo tómlegt á Sjafnó. Ástarkveðjur héðan
Mikið vorkenni ég ykkur út af þessum moskító,þær og geitungar eru ömurlega leiðinleg kvikindi.Við eru þegar farin að saka ykkar og vantar verkstjórann.Það drappast allt niður þegar hann fer.En annað ég kemst ekki inn á síðuna ykkar á Barnalandi. Hvað er málið? Kveðja amma á Nesi.
Ég tek undir með ömmunum að það er rosalega tómlegt hérna án ykkar! Bara að vita af ykkur í bílferðarfjarlægð var svo notalegt... en við verðum í bandi og drífa sig að laga barnalandssíðuna!
Knús til ykkar allra,
GB og the boyz
p.s rétt með hversdagleikann - rútínan er nauðsynleg og góð fyrir okkur krílafjölsk.
Skrifa ummæli