föstudagur, júlí 06, 2007

Bjöööög

Björgin okkar er farin frá okkur á vit nýrra ævintýra. Hún kvaddi okkur í byrjun þessa mánaðar og stefnir á að taka upp náms-þráðinn á Íslandi. Danirnir voru víst ekkert að eyða of miklu púðri í ensku línuna í KTS (köbenhavns tekniske skole) og því ákvað skvísan að drífa sig aftur heim á klakann til þess að tölvast þar. Okkur náttúrulega dauðvantar tölvunördinn þrátt fyrir að það sé nú einn slíkur til staðar á heimilinu. Björg sá nefnilega um að við kvenkynið fengjum okkar skammt af afþreyingarefni. Desperate houswives, Heroes, Lost og Veronica Mars áttu föst kvöld í vikunni með nokkrum súkkulaðimolum. Ef við vorum einhverra hluta vegna uppteknar við eitthvað annað þá var bara tekið gláp-maraþon daginn eftir sem þýddu aðeins fleiri molar og smá kaffi. Björg kvartaði hins vegar oft undan súkkulaði-fíkn systurinnar en minnti hana svo reglulega á molakaupin. Sá jafnvel til þess að fylla á skápinn ef systirin stóð sig illa í áfyllingunni (svo mótfallin var hún súkku-átinu) :)
Núna þarf ég að fara að læra þessi download fræði til þess að geta legið í sápu á kvöldin. Spurning um að taka upp hollara líferni með og nasla á rúsínum.
Það hefur fleira breyst eftir að Björg fór því ég hef ekkert farið á loppemarkað frá því hún kvaddi. Við vorum nefnilega dálítið gott teymi í því. Fórum þá með gaurana bundna í kerrum með fullt af mútugjöfum til taks og virtum fyrir okkur góssið. Birgir var meira að segja farinn að njóta þess að loppast með okkur undir það síðasta.
Björgin okkar kemur þó í heimsókn í ágúst og þá verður nú örugglega kíkt á markaði og kaffihús... Gaman gaman

2 ummæli:

BJÖRG sagði...

Það komu bara tár og fleirri tár þegar ég las þetta... ég var nefnilega ekki búin að viðurkenna þetta fyrir sjálfum mér að ég væri flutt út frá ykkur! :´(
Þetta var allt of gott og gaman, en ég hitti ykkur ekki á morgun heldur hinn eða hinn. :D og ég get ekki beðið!!!!
En eins og þið vitið þá eruði ekki búin að losna við mig ;)
Hafið það gott þangað til...
sjáumst :D

Rassabollur sagði...

Hæ hæ.
Smá update frá Heklahusene...
Konan með kertastjakana er greinilega búin að eiga...loksins...sá hana "mjóa" með ungabarn á handleggnum, greinilega blá föt á ferð!
Vissi bara að þér liði betur að vita af þessu...he he he!