mánudagur, júlí 02, 2007

drípí dropp dropp dropp

Við sungum drípí dropp alla leiðinni frá Svíþjóð í gær enda vel við hæfi því það bara rignir út í eitt. Gott fyrir gróðurinn....... en ég held hreinlega að gróðurinn sé líka búinn að fá nóg.
Það hefur ekki ringt jafn mikið og nú í júnímánuði hér í Danmörku, í heil 133 ár.
Ætla ekki að segja týpískt en god damn it - give us a break.
Veðurfræðingar hafa alveg þangað til í síðustu viku búið okkur undir hita og sól með spám sínum en núna draga þeir allt til baka og segja að grámyglan muni vara í kannski 3-6 vikur í viðbót.
Má þetta bara? Lofa svona og lofa og svíkja svo. Sunnudagaskólinn kenndi mér annað - en það er nokkuð ljóst að þessir veðurmenn lærðu ekki vísur eins og ég vil líkjast Daníel og djúp og breið...

Danir eru svo sem enn brúnir eftir síðasta sumar sem var það heitasta í ég veit ekki hvað mörg ár. Kannski er guð að forða þeim frá einhverju slæmu með skugga og vætu. Danir hata nefnilega ekki sólina og við erum hreinlega farin að halda að það séu greiddar einhverjar brúnkubætur hér í landi (kæmi ekkert á óvart). Smá biturleiki að skína í gegn vegna fallegs húðlitar frænda okkar. Væri alveg til í að búa í landi (lengur en 2 ár) sem hefði svona veðurfar - love it, þ.e.a.s þegar veðurfarið er eins og það er vanalega en ekki eins og það er á 133 ára fresti. En varðandi brúnkuæðið þá höfum við hlegið mikið af kellingunni á móti sem liggur við opinn gluggann og baðar sig uppúr þeim þremur geislum sem ná inná eldhúsgólfið hennar.

Já maður er endalaust að kynnast einhverju nýju og skemmtilegu hér í borg.

Nú er bara að vona að Ísland fái að hafa sólina á meðan Danirnir njóta vætunnar.....
Okkur þætti ekkert leiðinlegt að hvíla regnfötin um sinn.
Hlökkum annars mikið til að koma heim eftir tæpa viku :)

4 ummæli:

Rassabollur sagði...

Nú er víst gula gerpið á fullu við að glenna sig heima á Fróni.
Kíkti á spána og sá að það á akkúrat að fara að rigna daginn sem þið farið til Íslands.
Er þetta eitthvað sem þú dregur á eftir þér Anna mín - dansar þú regndansa þegar enginn sér til?
Kv. A

Anna K i Koben sagði...

Ertu að foc....ing grínast..
Ég sver það.
Jæja ég fæ þá ekki freknur á meðan

bk.anna

BJÖRG sagði...

Spáin hefur breyst, rigning um helgina og sól á mán og næstu viku... svo það verður bara gott! :D ég held að ég hafi barasta tekið sólina með mér heim eins og ég sagðist ætla gera! úps ;)
En hvað meinaru með freknurnar, það er flott að vera með freknur!!!!!!!!!!!!!!!!!
Ekki sátt ;)
hlakka til að fá ykkur heim!

Anna K i Koben sagði...

Já bara smá djók Björg mín. Þú veist að freknur eru hraustleikamerki. Jabb jabb eða svo sagði amma...

kv.anna