fimmtudagur, maí 03, 2007

Áslaug vinkona mín á afmæli í dag - til lukku elsku Áslaug með daginn. Þetta verður merkilegt ár hjá kellu - brúðkaup, útskrift og örugglega eitthvað fleira.
Hlakka til að fara í brúðkaupið sem verður líklegast það eina í ár. Alveg möst að fara í eitt á ári...... alla veganna eina góða veislu á ári. Geri ráð fyrir að nú fari brúðkaupum fækkandi og þá er eins gott að eitthvað annað taki við - stórafmæli, endurfögnuðir vegna brúðkaupsafmæla , útskrifta o.þ.h og bara tækifærisveislur af ýmsu tagi.
Mér finnst gaman í veislum, hhehhehehhe.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir elsku Anna mín, og til hamingju með kallinn þinn í dag ;)
kv, Áslaug