
Ég reyndi að komast í hóp rómantískra eiginkvenna þegar ég ákvað í skyndi að skipuleggja hjónaferð til minnar einu sönnu New York. Mamma var búin að bjóðast til að koma hingað út og passa strákana svo að við kæmust nú aðeins í burtu eftir þá miklu törn sem er nú að klárast. Styrmir er líka búinn að vera að tala um að honum langi til New York og því var ég ekki lengi að bregðast við tilboðsauglýsingum Icelandair til Ameríku. Við eigum líka 5 ára brúðkaupsafmæli í sumar og svo á hann afmæli núna 5.maí svo að ekki vantar tilefnin, ef þau þarf til. Mér datt í hug að það gæti nú verið dálítið skemmtilegt að hann fengi ekkert vita, alla veganna ekki strax og láta þetta koma honum á óvart. Ég er náttúrulega engin surprise manneskja en var í þetta skiptið staðráðin í að láta það takast. Já og það gekk - í alveg hálfan dag. Þá sat ég og var að fara yfir póstinn minn þegar Styrmir hendir sér í sófann til mín og er ekki nema 2 sek að reka augun í orðið Itinerary og æpir upp - bíddu varstu að kaupa flugmiða?
Ok hvað er málið - ITINERARY - hvað er það.... ég meina það. Ég gat að sjálfsögðu ekki logið mig út úr þessu og því er óvissan úti. Hvað er málið með að vera endlaust léleg að skipuleggja svona hluti. Þarf algjörlega að fara í þjálfun til þingmanns og frúar á Framnesveginum.
Annars er afvötnunin komin á fullt, sérstaklega eftir ofangreind plön því það á að nýta tækifærið og venja brjóstaköttinn á nýjar næringarleiðir. Hann er annars orðinn voða duglegur að borða - finnst kjúlli lostæti og hefur meira að segja smakkað íslenskt fjallalamb. Hann er þó aðallega í grautum og grænmeti en nú verður komið á matarrútínu svo að þetta verði orðið nokkuð þægilegt þegar amman mætir í hús.
Það hefur annars verið beðið með eftirvæntingu eftir deginum í dag. Þetta er stór verkefna-skiladagur hjá námshestinum. Öll plön hafa staðist þrátt fyrir endalaus veikindi og uppákomur og ég hreinlega dáist af dugnaðinum í kallinum. Hann hefur nú alltaf staðið sig vel í svona löguðu en er algjörlega að toppa allt núna. Skipulagið og vinnuharkan er mögnuð. Er vaknaður fyrir sjö og situr ósjaldan til 2 og 3 á nóttunni til að áætlun haldist - er ekkert smá stollt af kallinum.
Við eigum líka von á góðum gestum með kvöldinu því Guðbjörg, Jakob og Hafdís Gyða eru væntanleg og ætla að vera hjá okkur yfir helgina :)
2 ummæli:
Snilld hjá ykkur að fara til NY! Dollarinn líka svo hagstæður og svona ;-) Þetta hljómar rosalega vel og þó að þetta sé ekki surprise þá getið þið bara látið ykkur hlakka til saman það er líka gaman.....
Knús,
GB
vááá en þú sniðug. Frábært að fara til NY. Hafið það rosalega gott í NY og til hamingju með fimm ára brúðkaupsafmælið ;)
kv, Áslaug
Skrifa ummæli