Við fengum litlu dúlluna hana Hafdísi Gyðu frænku okkar í heimsókn og sonur minn tilkynnti mér það að hann vildi fá eina svona systur, hummmmm. Já já ég væri svo sem ekkert á móti blúndukjólum, bleikum fötum og föstum fléttum maaarr....... væri synd ef ég fengi ekki að láta föstufléttu hæfileika mína njóta sín. Annars geta strákar alveg verið með fastar fléttur - er það ekki?
Við fórum í tívolí með góðu gestina okkar og mamman fékk að fara í rússíbana, loksins. Hef bara fengið að fara í barnatækin hingað til en fékk nú að prófa fullorðinstæki og get alveg mælt með rússíbanaferð í the Dragon, eða hvað það nú heitir. Það stefnir svo sem í annan rússíbanamaniac í fjölskyldunni. Ég þurfti meira að segja að stoppa eitt tæki í Bakken um daginn. Það var nefnilega þannig að sonur minn vildi ólmur fara í tæki sem virtist í fjarska ekkert vera svo hrikalegt. Konan sem sat í búrinu var ekki alveg með toppstykkið í lagi og jánkaði því þegar við spurðum hana hvort að tækið væri fyrir 3 ára. Birgir Steinn var nú ekki farinn að kvarta, samt orðinn fölur og brosið farið og þegar mér svo sýndist hann vera að líða út af skipaði ég helv.... kellunni að stoppa tækið. Jammm þeim er ekki beint treystandi sem sitja við stjórnvölinn - alla veganna ekki í tækjaboxunum í tívolíum.
Kannski ekki skrítið - getur ekki verið mjög gefandi starf.
En takk fyrir frábæra helgi elsku vinir xxx
mánudagur, maí 07, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Það er alltaf gaman að fara í rússibana. Hlakka til að koma aftur,ótrúlegt í 3 sinn. Við afi ætlum sko að njóta þess að vera með litlu strákana okkar. Berglind ekkert voða hress með þetta flakk, en Stella og Hrafn ætla að skemmta henni á meðan. Kveðja mamma.
Takk fyrir okkur - þetta var alveg frábær helgi og vonandi fáum við að kíkja aftur á ykkur í sumar eða haust :)
kveðja Guðbjörg, Jakob og Hafdís Gyða
hahahaha.. æjæjæj..
Skrifa ummæli