Ég get ekki sagt annað en að mér lítist vel á fyrstu drög að nýrri ríkisstjórn. Við hjónin kusum sitthvorn flokkinn en þessi niðurstaða er alveg optimal að mínu mati. Nú vona ég bara að þetta verði farsæl stjórn sem einbeiti sér að málum sem skipta máli. Láti það vera að eyða heilum degi og fullt af peningum skattborgara í ræða það hvort ekki eigi að banna að nota orðið hommi í neikvæðri merkingu, eða eitthvað álíka. Ég er vissulega á þeirri skoðun .... en finnst ekki endilega að það þurfi að veltast um í þinginu í heilan dag..... kræst.
Annars hef ég mikla trú á forystusauði stjórnarinnar. Hef meira að segja stýrt fundi sem hann sat á. Þetta var svo sem ekki merkilegri fundur en foreldrafundur í fimleikadeildinni en ég get tekið undir með þeim sem segja að Geir sé hinn prúðasti maður og mesta ljúfmenni ;)
Nú bíða flestir í ofvæni eftir því hver fær hvaða ráðuneiti og hvaða nýju þingmenn komi inn. Persónulega þá finnst mér dálítið spennandi að vita hvort að hún Obba vinkona mín sé kannski að vera ráðherrafrú og ekki einu sinni þrítug stelpan. Já það kalla ég árángur. Hún á vissulega afar duglegann mann sem hefur unnið fyrir þessu sæti en eins og allir vita að þá er alltaf mjög merkileg kona á bakvið alla athafnamenn.
laugardagur, maí 19, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli