miðvikudagur, maí 23, 2007

Heilbrigðisráðherra

Jæja þá er orðið ljóst hverjir fá ráðherrasætin í nýju ríkisstjórninni. Það er margt sem kemur lítið á óvart eins og hver stýrir menntamálum og félagsmálum en mest á óvart kemur heilbrigiðisráðherrann. Ég get ekki sagt að ég hafi hrópað húrra þegar ég las fréttina rétt fyrir svefninn í gærkvöldi en hvort það var vegna ofsaþreytu eða lítils trausts til herra blámanns veit ég ekki. Ég las viðtal við hann í morgun og get ekki sagt að ég hafi verið eitthvað hressari með þau orð sem hann lét flakka en þau er hægt að túlka á marga vegu og mikilvægt að missa ekki vonina svona á fyrstu metrunum.
"Það á að nýta kosti einkareksturs á sviði heilbrigðisþjónustu en ekki verður hvikað frá þeirri grundvallarreglu að allir geti notið þjónustunnara óháð efnahag"
Ég er sammála því að nýta kosti einkareksturs en um leið hræðist ég það ógurlega þegar ég heyri það frá miklum hægrimanni. Það þarf engan speking til að sjá að um leið og einkarekstur kemst á að meira leiti en þú þegar er þá er ekki hægt að segja að allir fái sömu þjónustu. Efnahagur einstaklingsins mun skipta verulegu og kannski öllu.

Einkarekstur og einkasjúkrahús þýðir hærri laun starfsmanna, betri tæki og tól, hugsanlega betra starfsfólk (þó ekki endilega ), aðstaða til vinnu meiri og betri osfrv...
Allt yrði betra og af hverju þá ekki að styðja þessa hugmynd. Þetta er skoðun margra sjálfstæðismanna og barna. Ég segi barna því reynslan hefur kennt okkur eldri að þó að einhver reyni að sannfæra okkur með fögrum orðum ( í þessari merkingu: betra, gott, best - orð sem maður fær oft að heyra í sannfæringarræðum xD um einkarekið heilbrigðiskerfi) er það ekki endilega svo....

Í þessum pælingum get ég ekki annað en hugsað til þess að ég hef svo sannarlega nýtt mér þjónustuna í gegnum tíðina. Þriggja ára lyfjameðferð, fjöldinn allur af innlögnum og rannsóknum, gott eftirlit í 15 ár eftir veikindin og nú í seinni tíð 2 keisaraskurðir. Já ég get haldið áfram....... Foreldrar mínir voru 21 árs þegar ég veiktist og því líklegt að fjárhagsáhyggjur hefðu gert málin allt annað en auðveldari.
Þetta er kannski dramatísk upptalning en ekkert okkar fer í gegnum lífið klakklaust og allir munu þurfa á heilbrigðisþjónustu í meiri mæli einhvern tíman á lífsleiðinni. Því spyr ég - viljum við að aðeins þeir sem keyptu hlutabréf í apple í staðinn fyrir decode geti þegið gervilið eða gerviæð.

Eitthvað þarf að gera við heilbrigðiskerfið - því get ég alveg verið sammála. Það þarf hugrakkan til að breyta og það þarf umbætur.
Þetta verður mjöög erfitt verkefni hjá Guðlaugi Þór - ef honum tekst vel til þá verður sigurinn stór. Ef honum hins vegar tekst illa til þá skrái ég mig í áróðurshóp gegn x D fyrir næstu kostningar.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vel mælt.

Nafnlaus sagði...

Það má alltaf spara, enn ekki vil ég einkavæða heilbrigðisþjónustuna.Guð hjálpi okkur. Ég man nú ekki hver var við stjónvöldin þegar við gengum í gegnum það erfiðasta sem við höfum lent í, en eitt get ég sagt þér að við fengum ENGA aðstoð frá kerfinu.Það voru foreldrar okkar,sem sagt afar og ömmur þinar ,sem hjálpuðu okkur í gegnum þetta tímabil.Þannig á það ekki að þurfa að vera. mamma.