þriðjudagur, maí 15, 2007

hið versta mál

Ég líkt og margir aðrir hef fylgst með fréttum af litlu bresku stúlkunni sem var rænt sofandi af hótelherbergi á meðan foreldrar hennar snæddu kvöldverð á veitingastað hótelsins. Þetta er hið ömurlegasta mál og líklega fleiri en ég sem fá tár í augun við tilhugsunina ef þetta væru okkar eigin örlög. Nú eru liðnar hátt í 2 vikur og portúgalska lögreglan hefur engar vísbendingar og enga slóð. Ótrúlegt ...... barnið er sem sagt horfið og líkurnar líklegast hverfandi að það finnist. Ég hef kíkt inná nokkrar bloggsíður í tengslum við fréttina á mbl vefnum og finnst merkilegt hvað sumir eiga afskaplega erfitt með að setja sig í spor annarra. En það er víst ansi auðvelt að vera vitur og leggja dóma á mál þegar þau eiga við annan en okkur sjálf. Þó fæstir fengjust til að gera það sem þau gerðu þá held ég að óhætt sé að segja að flest okkar hefðu getað verið í þeirra sporum. Líklegast hafa óþokkarnir verið búnir að fylgast með þeim og látið til skara skríða þegar færi gafst og örugglega hefði færi gefist á einhverri sekúndunni hjá flestum - því það þarf víst ekki mikið meira til.......
Lexíur eru misdýrkeyptar og þetta fólk greiddi örugglega hæstu mögulegustu upphæð fyrir. Við hin lærum og greiðum ekki aur eins kaldhæðið og það nú er.

Ég óska þess svo innilega að þau fái endurgreitt..............

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Grunur leikur á að Breti sem á heima í næsta húsi hafi átt þátt í þessu, hann er búinn að vera mjög iðinn við að túlka fyrir Bretana undanfarna daga en núna liggur hann formlega undir grun. Á einhverja dóttur í UK sem er víst eins og Madeleine litla.

Anna K i Koben sagði...

Ja hérna hér.
Vonandi er það málið og þeir finni hana.
Hlýtur að vera ómögulegt að lifa eftir svona lagað.
kv.anna

Halla sagði...

Vel mælt, flott færsla.

BJÖRG sagði...

Skil ekki hvernig maðurinn getur stundum verið ógeðslegur...
maður verður svo reiður að hugsa út í svona lagað!!!
Vonandi finnst stelpan!