Bíllinn hefur svo sem alveg verið í notkun þó að leyfið hafi ekki verið gengið í gegn fyrr en nú. En það er vissulega skemmtilegra og betra í alla staði að vera löglegur á götunum. Svo skilst mér að sektir fyrir að keyra um á leyfislausum bíl séu einhverjir hundraðþúsundkallar svo að já þetta kemur sér vel.
Annars höfum við notið flatlendisins í botn og hjólað heilan helling. Fjárfestum í hjólasæti og hjálmi fyrir Arnar Kára svo að nú getum við farið að krossa um strætin með hele familien. Það er alveg ótrúlega notarlegt og bara gaman að geta hjólað svona fyrir utan náttúrulega hversu heilsusamlegt það er. Svo er hjólamenninin hér líka svo skemmtileg og litrófið af hjólum annar kapitali. Heilu barnahóparnir sitja ýmist í vögnum festum aftan á hjólin eða í svokölluðum Kristjaníuhjólum þar sem auk barnanna, innkaupapokar og gæludýr fá að hossast í vagninum á meðan lærvöðvar hjólreiðamannsins vinna.

Ef það væri hægt að fletja Ísland aðeins út þá væri maður pottþétt búinn að fjárfesta í svona græju. Alveg mögnuð!
3 ummæli:
Snilld! Vá hvað ég öfunda ykkur að vera að fara í Legoland. Það er BARA skemmtilegt. Birgir jafn gamall og KS þegar hann fór - fílaði sig vægast sagt vel :-) Alltaf gaman að lesa um ævintýri ykkar í Dene.
Miss you xxoo.
Til hamingju með bílaleyfi, væri gaman að sjá ykkur ef þið kíkið til Aarhus.
Kveðja
Ásdís
Hæ hæ! Skemmtilegt að lesa um pólitísku pælingarnar og ég verð að segja að ég er nú alveg sammála þér með hann Guðlaug Þór. Ég hef nú vissar efasemdir.....var ekki glöð þegar ég sá þessar fréttir! Ennn ætli maður verði ekki að gefa honum séns. Til hamingju með leyfið á bílnum. Heyrumst fljótlega.
kv. Matta
Skrifa ummæli