Við hjónin skelltum okkur á "fredagsrokk" í tívolíinu. Alla föstudaga í sumar eru nefnilega tónleikar á sviðinu og alls kyns bönd troða upp. Þennan föstudaginn voru það rokkarar í eldri kanntinum sem skemmtu og þó þeir hafi nú ekki beint verið "our pick" þá gátum við nú alveg raulað með nokkrum þekktum slögurum svona inná milli. Þar sem við sátum á bekk með bjór í hönd og algjörlega stjörf af þreytu eftir ærlsafullan dag gátum við ekki annað en brosað. Við minntum okkur nefnilega hlæilega mikið á þreyttu hjónin í þáttunum "Malcolm in the middle". Við vorum ekki bara útkeyrð og lúin eftir daginn eins og hjónakornin í þáttunum heldur áttum það líka sameiginlegt með þeim að eiga afar erfitt með að finna uppá einhverju öðru til að tala um en drengina okkar. Þegar glasið var orðið tómt og bandið farið í dönsku ballöðurnar þá ákváðum við að drífa hjartsláttinn í annan takt og skelltum okkur í tækin. Í fyrsta sinn átti ég hins vegar erfitt með að njóta rússíbanans. Það var einhvern vegin óþægilegra að hafa pabbann mér við hlið en einhvern annan, bara svona ef að eitthvað myndi nú klikka. Já það virðist vera sama hvar maður stígur niður fæti, drengirnir ná alltaf að fanga mómentið.
Barnapíurnar koma annars í hús um hádegi á morgun og þá hálfum sólarhringi síðar erum við off til NY. Planið er að fara í sight-seen, versla "smá", hitta vini og aðra celebs, borða góðan mat og drekka gott vín og bara umfram allt skemmta okkur TVÖ saman. Talandi um celebs þá hefur maður náttúrulega gerst svo frægur að hitta mr. Big í eftirminnilegri stelpnaferð til NY um árið ;)
Verð að láta myndir af good old times fylgja með - svona til að peppa upp stemmarann.......
- spurning um að hefja nýja söfnun girls.........
2 ummæli:
Ohhh hugsa til ykkar í NY og ég veit að þið skemmtið ykkur vel!! Gleymdi að ítreka við þig að skella þér í hjólaferð í stóra eplinu ;) Hlakka til að heyra ferðasöguna og sjá myndir!!!
kv.
Lilja
Spurning? Ekki spurning bara möst!! Var einmitt að hugsa um þetta um daginn. Myndi gefa mjög mikið fyrir eitt gott karókík og cosmó og 36.st.
Skrifa ummæli