
Við skelltum okkur í bæjarferð til Dragör. Námsmaðurinn tók sér smá frí frá verkefnavinnu og því var ákveðið að keyra til einhvers nærliggjandi bæjar og skoða sig um. Dragör varð fyrir valinu í þetta sinn og mælum við alveg með dagsferð þangað. Við lögðum bílnum við hafnarsvæði staðarins og tókum

göngutúr um bæinn. Keyptum okkur ís, mokuðum á ströndinni og gengum krúttlegar litlar götur sem eru víst einkennandi fyrir bæinn (er mér sagt). Húsin eru lítil og göturnar þröngar og skv. lonley planet að þá eru elstu húsin í "gamla bænum" síðan 1790. Merkilegt það!
Á leiðinni þangað niður eftir var líka stoppað á útiloppemarkaði og farið í reiðtúr á pony svo að allir fengju nú örugglega eitthvað við sitt hæfi. (Hehehe)
Annars er bara ný vika framundan. Námsmennirnir í hópnum fara á fullt og leikskólakrílið í sína vinnu. Hann er annars orðinn mun duglegri í dönskunni og telur nú einn, tveir, otte, ni, tí. Vill einhverja hluta vegna ekkert vera að hangsa við þrjá, fjóra, fimm, sex og sjö. Hummmm. Mamman er alltaf að telja með honum og fá hann til að gera þetta rétt. En nei einn tveir otte ní og tí er málið.....
4 ummæli:
Anna mín Hvílikar myndir! og þú ert frábær penni. Þið eruð í einu orði sagt yndisleg og kunnið að njóta lífsins...
Elska ykkur
Dísa [Tengda(m)amma]
æjjjiii ég sakna ykkar:):( :O :S :P
ótrúlega mikið. Kem von bráðar..
Hæ hæ Þetta hefur greinilega verið mjög gaman :) Af hverju gerir maður þetta ekki oftar? T.d. skreppur í skoðunarferð á Stokkseyri eða eitthvað? Spurning hvað Lonely Planet segir um þann stað? kveðja úr kópavoginum
Lilja
Drageyri er ótrúlega krúttó bær. Greinilega verið góður dagur. Fyndið með hvernig Birgir telur, Arna gerði þetta NÁKVÆMLEGA svona á tímabili þ.e. einn, tveir, otte, ni, ti. Núna heyri ég hana bara nota íslenskuna en ég held samt að hún kunni líka á dönsku. Þarf eiginlega að komast að því
Skrifa ummæli